Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 15

Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 15
BANKABLAÐIÐ 59 Snarl. 1 sambandi við 50 ára afmæli Lands- banka íslands, ákvað stjórn bankans að stofna sjóð með kr. 25000 — tuttugu og fimm þúsund krónum —, sem sé eign starfsmanna bankans og undir stjórn starfsmannafélags, sem viðurkennt er af stjórn bankans (S. F. L. I.). Tilgangur sjóðsins er að styrkja efni- lega starfsmenn bankans til aukinnar menntunar í starfsgrein þeirra, eftir nánari fyrirmælum skipulagsskrár, sem samin sé af starfsmannafélagi bankans og staðfest af stjórn hans. Sjóðurinn á- vaxtist í Landsbankanum eða veðbréf- um hans. Þi. Laugardaginn 21. september s. 1. fóru starfsmenn Landsbankans skemmtiför til Þingvalla. Þar var haldinn fundur í S. F. L. 1., og samþykkt var að gefa bankanum, í tilefni af 50 ára afmæli hans, myndasafn af starfsmönnum bank- ans, bæði eldri og yngri. Myndasafn þetta er bundið inn í vandaða lausblaða- bók (frá Kalamazoo), og á hverju blaði er skráður starfsaldur og ýmsar aðrar upplýsingar um hvern einstakan starfs- mann. Það hefir því miður enn ekki lánazt að ná í myndir af öllum fyrrverandi starfsmönnum bankans, en að því mun verða unnið. Ennfremur er það til- ætlunin, að haldið verði áfram að halda safninu við, á þann hátt, að mynd- ir af öllum nýjum starfsmönnum bank- ans verði innfærðar. Allt bendir því til þess, að safnið geti orðið mjög merki- legt á sínum tíma. Eftir fundinn var snæddur kvöldverð- ur, og undir borðum voru nokkrar ræð- Allir biðja u m S i r i u s - súlckulaði Merkið tryggir gæðin. Biíreiðaviðgerðir. Bifreiðastjórar! Athugið að bifreiðasmiðja SVEINS og GEIRA Hverfisgötu 78, Reykjavík, Sími 1906, framkvæmir viðgerðir á öllum bifreiða- tegundum. Verkið fljótt og vel af hendi leyst. Öll nýtizku áhöld til að renna og slípa með cylinderblokkir. Fram- kvæmum réttingar á brettum og boddí- um. Verkið unnið af elztu fagmönnum landsins. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Sími 1906.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.