Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 3
BANKABLAÐIÐ 63 Krofan er: Jofnréfti. Vegna þess, að herra (s. t.) Sigurður Guðmundsson hefir alveg að ástæðu- lausu ráðist á starfsmenn bankanna, cel ég óhjákvæmilegt að upplýsa málavexti. Af skýrslu stjórnar F. S. Ú. í. getur öllum dómbærum mönnum orðið ljóst, að það, sem kjarni málsins snýst um, er koma S. G. í Útibúið á ísafirði 15. marz 1935, og veiting hans fyrir gjald- kerastöðunni frá 1. október s. 1. Ef nú nokkurt mark væri takandi á skrifum S. G. í sambandi við þetta mál, þá ætti ég, sem formaður starfsmanna- félagsins, að hafa gert mig sekan um vítaverðar tilraunir til að vinna á móti hagsmunum bankans á þann hátt, að leggjast á móti því, að „ráðvandur maður“ gæti orðið starfsmaður bank- ans og stétt bankamanna eftirbreytnis- verð fyrirmynd. Að því er mig snertir og meðstjórn- endur mína, þá fer því mjög fjarri, að við höfum á nokkurn hátt viljað vinna bankanum tjón, né heldur sé- um orðnir sannir að sök, á þann hátt, sem S. G. vill vera láta, •— enda fæ ég ekki betur séð, en að fyrir liggi ótvíræð- ar sannanir, sem taki af allar efasemd- ir um, að slíkar getsakir eru órökstudd- ar blekkingar. greinarhöfundur sæmi sér betur á öðr- um vettvangi en að skipa háttsetta trúnaðarstöðu í banka. Annars benda niðurlagsorð grein- arinnar 'til þess, að hann hugsi sér að hverfa úr bankanum, og sér því Rit- nefndin, fyrir sitt Leyti, ekki ástæðu til að svara greininni frekar. 1. Þegar Sigurður Guðmundsson var settur gjaldkeri hinn 15. marz s. 1., hafði Adolf Björnsson, að tilhlutun bankastjóra Útvegsbankans, gegnt þar bókarastarfi um nokkurt skeið, án þess að nokkrar athugasemdir kæmu fram, sem leiddu annað í ljós, en að Adolf gæti í hegðun og ráðvendni keppt við hvaða heiðurs- mann sem væri. 2. Aftur á móti virðast allar líkur benda ótvírætt í þá átt, að starfs- fólk Útvegsbankans hafi sízt of mælt, er það lýsti hæfileikum Sig- urðar, sem bankamanns, því vitan- lega hefði Útibúið ekki verið látið greiða Árna J. Árnasyni fullt kaup til 1. okt., ef S. G. hefði frá önd- verðu haft getu og vilja til að inna af hendi þau störf, sem hann tók gjaldkerakaup fyrir. 3. Nú verður ekki séð af því, sem enn er fram komið í þessu máli, að hér sé um sérstakan afburðamann, með eftirbreytnisverða ráðvendni, að ræða, þvert á móti mun fram- boð á slíkri ráðvendni vera ótæm- andi. Vegna tilveru sinnar og stefnuskrár hlaut starfsmannafélagið, og taldi sér eftir atvikum skylt, að mótmæla slíkum ráðstöfunum og vinna á móti því eftir getu að þær næðu fram að ganga. Ég get hins vegar með engu móti gert mér grein fyrir, af hvaða ástæðum við hefð- um átt að fyllast fögnuði yfir komu Sigurðar Guðmundssonar í Útibú bank- ans né heldur fæ ég séð, að hann, eða þetta illyrta skrif hans, sé takandi til fyrirmyndar, — en það eru sönnunar-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.