Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 5

Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 5
BANKABLAÐIÐ 65 Mófmæli gegn árásum Sigurðar Guðmundssonar. Allt til þessa hefi ég látið afskipta- lausar umræður, er orðið hafa um veit- ingu gjaldkerastöðunnar í útibúi tJt- vegsbanka fslands h.f. á ísafirði. En er ég sá grein Sigurðar Guðmundssonar, ADOLF BJÖRNSSON er birtist í blaðinu „Skutull" á ísafirði skömmu fyrir jól og nú kemur fyrir augu lesenda Bankablaðsins, þótti mér nægjanlegt tilefni gefast til að and- mæla ásökunum, er þar koma fram í minn garð. Sigurður Guðmundsson segir, að „ýmsum virðist athyglisvert, að blaði bankamanna skuli vera svo tíðrætt um, að heiðarlegur maður, sem hefir reynzt dugandi við önnur störf, gjöri stétt bankamanna þann sóma að telja sig til hennar, þegar sama blað minnist ekki einu orði á þá skömm, sem ýmsir menn hafa gert stéttinni með þjófnaði, drykkjuskap og allskonar óreglu“. Þeir, sem lesið hafa skýrslu stjórnar Félags starfsmanna Útvegsbanka íslands h.f. í 3. tölublaði Bankablaðsins, hljóta að skilja, að þessi þáttur í grein Sigurðar Guðmundssonar snertir að engu megin- kjarna þeirrar gagnrýni, er veiting hans hlaut meðal bankamanna, og kom greinilega fram í umræddri skýrslu. I stað þess gerir Sigurður Guðmundsson hér tilraun til að draga deilumálin inn á þann vettvang, að hann hafi á móti þjófum, drykkjuræflum og þess háttar lýð átt að sækja, og furðar ekki, þótt meirihluti bankastjórnar hafi tekið heiðarleik hans fram yfir það, er aðrir umsækjendur höfðu til brunns að bera. Mér er ekki kunnugt, yfir hverju var þagað af Bankablaðinu eða hvaða þjófn- aður var fyrirbyggður með skipun Sig- urðar frekar en annarra umsækjenda. Og Sigurður veit, að engu hefir verið leynt í þessum efnum. Hann veit, eins og allur almeningur, að blöðin hafa ekki þagað yfir misgjörðum bankamanna og ógæfu, er sumir þeirra hafa ratað í vegna yfirsjóna í störfum sínum. Þessir menn hafa ekki hlotið grið hjá blöðunum, þannig að þörf sé á nýju blaði til að rekja feril þeirra. Eða skyldi það vera alvara Sigurðar Guðmundsson- ar, að hann ætlist til að hlutverk Banka- blaðsins eigi að vera það eitt, að rifja upp misgjörðir fyrrverandi banka- manna, og máske dáinna? Það eru algjör rangmæli hjá Sigurði Guðmundssyni, að bankamenn séu ó- samþykkir því, að heiðarlegir menn hljóti stöður, sem losna í bönkunum og að blaði þeirra sé af þeim sökum tíð- rætt um komu Sigurðar í bankann á ísafirði. Þessi ummæli Sigurðar eru að- eins sjúk ímyndun, sem felur í sér að-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.