Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 13

Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 13
BANKABLAÐIÐ 73 Brunatryggingar Sj ó vátr y ggingar Ómótmælanlega er það eina innlenda líftryggingarfélagið, sem býður bezt kjör gegn lægstum iðgjöldum á öllum tegundum liftrygginga. Líftryggingardeild Sjóvátryggingarfjelag Islands h.f. Bókasafn. F. S. L. í. á nokkurn vísir að bóka- safni, sem stjórn félagsins mun hafa fullan hug á að efla að mun á þessu ári. Á „fjárlögum“ sínum hefir stjórnin víst gert ráð fyrir smá-upphæð til kaupa á fræði- og skemmti-ritum, en þetta nær að vonum skammt. Það er ekki nema sanngjarnt og rétt- mætt að félagsmenn veiti stjórninni allan sinn stuðning í þessu efni. Legg ég því til að hver einstakur félagsmað- ur taki upp þá reglu að gefa bókasafn- inu þó ekki væri nema eina bók árlega. Munar hvern einstakling ekkert um þetta, en framkvæmdin getur haft veru- lega þýðingu. Ég vona að bókasafnsnefndin taki þessa tillögu til athugunar. a. Félag sfarfsmanna Landsbanka íslands. Aðalfundur var haldinn föstudaginn 17. janúar. Auk venjulegra fundar- starfa lágu fyrir fundinum tillögur nefndar þeirrar, er kosin hafði verið til að gera tillögur um frumvarp að skipu- lagsskrá fyrir 25,000 króna sjóð þann, er Landsbanki íslands hafði gefið starfsmönnum í tilefni af 50 ára af- mæli bankans. Ákvörðunum var frest- að til þess að gefa mönnum tækifæri til að átta sig frekar á málinu. Síðastliðið ár skipuðu stjórnina þau: Þorgils Ingvarsson, formaður, Jóhanna Þórðardóttir, ritari, og Björn Björnsson, gjaldkeri, er öll báðust undan endurkosningu. í stjórn fyrir komandi ár voru kosnir:

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.