Bankablaðið - 01.05.1937, Page 1

Bankablaðið - 01.05.1937, Page 1
BANKABLAÐIÐ 3. ÁRG. | MAÍ 1937 j 1.-2. TBL Tryggingamálin. Þegar lögin um alþýðutryggingar gengu í gildi eftir næst síðasta þing, þótti þankamönnum gengið á hlut sinn, þar sem ekkert tillit er tekið í lögunum til löghelgaðs sjóðs eins og Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Landsbankans, né heldur til samskonar sjóðs í Útvegs- bankanum. Stjórn Sambandsins hafði lengi vel forgöngu um málið og reyndi með við- tölum að vekja skilning tryggingar- stjórnar og annarra aðila á þessu nauð- synjamáli bankamanna, ef takast mætti á þann hátt að finna friðsamlega lausn málsins. Á þeim fundum, þar sem málið hefir verið rætt, hefir það verið einróma krafa bankastarfsmanna, að lögunum verði breytt þannig, að þeim yrði leyft að hafa sína eftirlaunasjóði, án þess að til þyrfti að koma tvöföld skatta- álagning í þessu skyni. I byrjun apríl afhenti Sambands- stjórn starfsmannafélögunum í við- komandi bönkum málið, þar sem líta varð svo á, að það snerti fyrst og fremst starfsmenn þeirra banka, sem þegar hafa löghelgaða sjóði. Hér er eftirrit af bréfi frá Starfs- mannafélagi Landsbankans til allsherj- arnefndar Alþingis, sem bregður ljósi yfir afstöðu bankamanna í þessu máli, og skýrir enda frá undirbúningi þess. „Reykjavík, 12. apríl 1937. Samkvæmt lögum nr. 10 frá 1928, um Landsbanka íslands, var stofnaður eftirlaunasjóður starfsmanna Lands- banka íslands og er starfsmönnum bankans gert að greiða til sjóðsins 3% af launum sínum gegn jafnmiklu fram- lagi frá bankanum sjálfum. Starfsmenn bankans fögnuðu mjög sjóðstofnun þessari og þeirri tryggingu, sem hún veitti þeim, þótt iðgjaldið væri allþungur skattur. Sjóðurinn hef- ir eflst allmikið á undanförnum árum og sjóðfélagarnir vænta góðs af starf- semi hans í framtíðinni og vita, að hann veitir þeim mjög mikilsvarðandi tryggingu á sínu sviði, en þeir höfðu ekki búist við því, að löggjöfin myndi krefjast þess af þeim, að þeir legðu fram frekari framlög fyrir sömu trygg- ingu. Með lögunum um alþýðutryggingar var starfsmönnum bankans þó, eins og flestum öðrum, gert að greiða fullt ið- gjald til Lífeyrissjóðs Islands og það þrátt fyrir það, að svo var umbúið, að þeir gátu aldrei vænst þess að njóta neins frá þeim sjóði. Þessvegna var það, að trúnaðarmenn

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.