Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 2

Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 2
2 BANKABLAÐIÐ félags vors snéru sér þá þegar til for- ráðamanna Tryggingarstofnunar ríkis- ins og fóru fram á, að hún beitti sér fyrir leiðréttingu á þessu. Vér gerðum í upphafi ráð fyrir að um væri að kenna vangá þeirra, sem unnið höfðu að undirbúningi þeirrar lagasetningar, að þeir hefðu ekki athugað, að sjóður- inn hefði verið stofnaður samkvæmt landslögum, og þessvegna ekki talið að honum væri treystandi til þess að rækja í framtíðinni fyrir sína sjóðfé- laga það hlutverk, sem Lífeyrissjóði ís- lands er ætlað almennt, og heldur ekki gert sér grein fyrir því, að hér væri um lögþvingaða tvísköttun að ræða. Svör þau, sem vér fengum voru á þá laið, að breytingar á lögunum myndu ekki geta komið til umræðu fyr en á næsta Alþingi, þegar reynzla fyrsta ár- ið hefði sýnt hvaða breytingar kynnu að reynazt nauðsynlegar. Þessu næst rituðum vér ásamt starfs- mönnum Útvegsbanka íslands h.f., er- indi um málið til hæstvirts atvinnu- málaráðherra og fórum fram á, að hann hlutaðist til um það við Alþingi, að það breytti lögunum þannig, a-ð fastir starfsmenn bankans yrðu leystir frá greiðsluskyldu iðgjalda til Lífeyris- sjóðs íslands. Erindi þetta mun ráð- herrann hafa lagt fyrir stjórn Trygg- ingarstofnunar ríkisins og síðar nefnd þá, sem samið hafði lögin upprunalega og nú fékk þau til endurskoðunar. Svar við erindi þessu hefir oss ekki borist fyr en nú, að það kemur fram í frumvarpi því um ýmsar breytingar á lögunum um alþýðutryggingar á þing- skjali 156, sem hr. Stefán Jóhann Stef- ánsson, alþingismaður, hefir flutt að tilhlutun atvinnumálaráðherra og stjórnar Tryggingarstofnunarinnar og felst í 21. gr. frumvarpsins. Þetta frumvarp felur að vísu í sér nokkura leiðréttingu, en þar sem vér teljum að kröfur vorar séu fyllilega réttmætar, leyfum vér oss að snúa oss til yðar og fara fram á, að þér við með- ferð frumvarpsins takið mál þetta til athugunar og væntum, að þér sjáið yð- ur fært að gera tillögur um fulla leið- réttingu á máli þessu og teljum enda, að Alþingi hafi viðurkennt rök vor með því að undanþiggja embættismenn rík- isins og barnakennara greiðsluskyldu til Lífeyrissjóðs íslands. Oss er aðeins kunnugt um 3 eftirlaunasjóði, sem stofnaðir hafa verið samkvæmt lögum : Eftirlaunasjóð starfsmanna Lands- banka íslands, Lífeyrissjóð embættis- manna og lífeyrissjóð barnakennara. Alþingi hefir nú ákveðið að leysa sjóð- félaga 2ja þessara sjóða a. m. k. í bili undan tryggingarskyldu í Lífeyrissjóði íslands, og vér getum ekki séð að það geti á neinn hátt talist réttmætt að láta sjóðfélaga hins þriðja sæta verri kjör- um. I frumvarpi á þingskjali 156, 25. gr. er líka gert ráð fyrir, að sérstaða hinna tveggja fyrnefndu sjóða verði tryggð eftirleiðis. Starfsmenn Landsbanlca íslands óska þess eindregið, að eftirlaunasjóður þeirra fái að starfa áfram, ,sem sjálf- stæð stofnun og þeir telja, að þeir eigi rétt á þeirri sömu sérstöðu eins og Al- þingi hefir þegar veitt þeim öðrum hliðstæðum sjóðum, sem stofnaðir hafa verið samkvæmt lögum. Hinsvegar sjáum vér því ekkert til fyrirstöðu, að Eftirlaunasjóður staris- manna Landsbanka íslands verði slculd- bundinn til að greiða af iðgjaldsviðlög- um hv.ers sjóðfélaga, sem úr sjóðnum

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.