Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 4

Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 4
4 BANKABLAÐIÐ mæta á mótinu fyrir hönd Sambands- ins, en veikindaforföll hömluðu því, að hann gæti tekið þátt í mótinu. Nú hefir Samband sænskra bankamanna boðið okkur þátttöku í móti, sem hald- ið verður í Stokkhóimi 6.—8. maí n.k. í sambandi við 50 ára afmæli sænska sambandsins. Vænti forseti þess, að hægt yrði að senda fulltrúa þangað. Um þriggja ára skeið hefir tíðkast Jcnattspyrnukeppni milli starfsmanna Útvegsbankans og Landsbankans. Hefir Sambandsstjórn fallist á að heimila ritnefnd Bankablaðsins að verja nokkru úr blaðasjóði til kaupa á verðlaunagrip, knattspyrnumönnum til uppörfunar og gamans. Þá rakti formaður sögu tveggja á- hugamála bankanna, sem stjórn Sam- bandsins hefir haft til meðferðar að und- förnu, tryggingarmálin og stofnun bygg- ingarsamvinnufélags. En þar eð þess- ara mála verður sérstaklega getið á öðr- um stað í blaðinu, sleppum við þeim hluta skýrslunnar. Forseti kvað sambúð starfsmanna og bankastjóra hafa verið sæmilega á síðastliðnu ári. Engir stórvægilegir árekstrar orðið og Sambandsstjórn eklti borist kvartanir um vanefndir á yfirlýsingum bankastjórna í sambandi við stöðuveitingar í bönkunum. Hins- vegar væru stjórnir bankanna oft sein- ar til svars, svo að lítt er við unandi, en væntanlega stendur það til bóta. Forseti lauk máli sínu á þessa leio: „Sambandsstjórnin kannast fullvel við, að hún hefir lítið gert, og má með réttu deila á hana fyrir það. Hún hef- ir þó reynt eftir getu að sinna hverju því máli, sem á dagskrá hefir verið á hverjum tíma, bæði þeim, sem slcouð hefir verið til hennar, og öðrum, sem henni hefir verið kunnugt um að þyrfti að sinna. Ég mun ekki deila á sam- bandsfjelaga, þótt stundum hafi mér þóft þeir alltómlátir um sinn félags- skajp. Ég veit að reynzlan þarf að kenna þeim að meta hvers virði sam- tökin eru, þá mun félagshugurinn þroskast og Sambandið eflast. Ég vil svo þakka meðstjórnendum mínum fyrir góða samvinnu og skiln- ing á aðstöðu okkar í þessum félags- skap. Svo vænti ég þess, að þó að af- rekin séu ekki stór eftir árið og þó að margt megi finna okkur til foráttu, að þessi aðalfundur beri vott um það, að við stöndum nú nokru nær en við stóðum fyrir ári síðan í þeirri einingu og samhug, sem þessum félagsskap er nauðsynlegur og eðlilegur“. Ræðu forseta var tekið með dynj- andi lófataki. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna, sérstaklega um bygg- ingarmálið og stofnun byggingarfé- laga og um tryggingarmálin. Því næst voru lagðir fram endur- skoðaðir reikningar Sambandsins og Bankablaðsins og samþykktir í einu hljóði. 1 stjórn Sambandsins voru kosnir: Einvarður Hallvarðsson, forseti end- urkosinn með 51 atkvæði. Þrír menn aðrir fengu eitt atkv. hver. Meðstjórn- endur: Guðmundur Ólafs, Þorgils Ingvarsson, Haukur Þorleifsson og Kristján Jónsson og til vara: Björn Björnsson, Adolf Björnsson, Jóhanna Þórðardóttir og Baldur Sveinsson, öll kosin með öllum atkvæðum. Endur- skoðendur kosnir í einu hljóði: Sig- urður Bjarklind og Ásgeir Bjarnason. Sú ákvörðun var tekin með 22:8 atkv. að hækka árstillag sambandsfélaga úr 1 krónu í 2 krónur.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.