Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 9

Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 9
BANKABLAÐIÐ 9 fá hús hjá þeim og mun það stafa af skorti á starfsfé. Auk þessara félaga hafa verið stofnuð hér í bænum 3 eða 4 önnur byggingarsamvinnufélög, sem enn hafa ekki getað hafið byggingarstarf- semi og mun það stafa af því, að fé- lögin hafa ekki getað fengið lán með viðunandi kjörum, nema með ríkisá- byrgð, sem undanfarið hefir ekki fengist. Það fyrirkomulag, að hafa mörg byggingarsamvinnufélög starfandi á sama stað, hefir möi’gum þótt óheppi- legt, því að með því móti má búast við að starfsemi þeirra hvers um sig verði í molum og auk þess ætti félag, sem hefði áframhaldandi byggingarstarf- semi, með aukinni reynzlu um gerð húsanna og byggingu þeirra, að geta betur og betur fullnægt kröfum með- lima sinna um ódýr og góð hús. Á síðasta Alþingi kom fram frum- varp til laga um bygingarsamvinnu- félög. Aðalbreytingarnar á núgild- andi lögum, sem felast í frumvarpi þessu, eru þessar: Aðeins eitt byggingarsamvinnufé- lag skal vera í hverjum kaupstað, eða kauptúni, og er gert ráð fyrir, að þar sem fleiri en eitt félag hafa verið stofnuð, skuli það félag, sem fyrst hóf byggingarstarfsemi, hafa rétt til rík- isábyrgðar, og að hin félögin hafi rétt til þess að ganga í hið viðurkennda fé- lag og að röðun meðlima þess á fé- lagaskrá skuli miðast við þann tíma, er þeir gjöi’ðust meðlimir í félaginu, en í frumvarpinu virðist gei’t ráð fyrir að félagsmenn skuli eiga rétt til húsa hjá félaginu í þeirri röð, sem þeir gjöi’ðust meðlimir þess. Önnur meginbreyting er sú, að íslendingar! Hafið það hugfast, þegar þér þurfið að senda vörur eða hugsið til fprða- laga, að lita fyrst á áætlun Eimskipa- félagsins, og aðgætið hvort þér finn- ið þar eigi einmitt þá ferð sem yður hentar bezt. íslenzku »Fossarnir« fara nú 60—70 ferðir árlega milli Islands og útlanda, auk þess sem þeir annast strandferð- ir hér við land, að svo miklu leyti, sem þvi verður við komið. Ferðum skipanna er reynt að haga þannig, að félagið sé fullkomlega samkeppn- isfært við önnur félög, sem halda uppi siglingum bér við land, svo að landsmenn geti notað hin islenzku skip öðrum fremur, án þess að baka sér nokkur óþægindi með því. Eflið gengi islenskra siglinga með þvi að skipta ávallt við H.f. Eimskipafélag íslands

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.