Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 18

Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 18
18 BANKABLAÐIÐ aðflutningsgjald af öllum iðnaðarvör- um sem flytjast til landsins, öðrum en vélum sem ekki verða smíðaðar í land- inu sjálfu, þar til höfuðstóll sjóðsins er orðinn 8 millj. króna. (Talið er að að- íluttningsgjaldið mundi nema 200 þús. kr. á ári). Ennfremur er gjört ráð fyr- ir útgáfu vaxtabréfa, allt að tvöföldum þeim höfuðstól, sem sjóðurinn hefir á hverjum tíma. Frumvarpinu fylgir mjög merkileg ritgjörð, sem hr. E. Lundberg ritaði fyr- ir nefndina, „um lánsstofnun fyrir smærri iðnfyrirtæki“. Er þar bent á að árleg aukning vinnu- færra karlmanna á öllu landinu muni vera 390, en vinnufærra kvenna 374, og að helmingur hinna síðartöldu leiti sér atvinnu, þannig að árlega fjölgi um 577 vinnufæra karla og konur, sem atvinnu leiti. Telur greinarhöf. að sú eina starfsgrein, sem við þessu fólki geti tekið, sé iðnaðurinn. Árið 1930 voru aðeins 4500 menn við iðnað og handverk hér á landi, þ. e. 9 % af öllum starfandi mönnum (30% í Sví- þjóð). Til þess að koma í veg fyrir meira atvinnuleysi bendir höf. á, að iðnaðurinn verði að auka starfsmannafjölda sinn árlega um 10 %. Enn voru flutt frumvörp um rekstrar- lánafélög (flutningsmenn Sig. Kristj- ánsson og Jóhann Jósefsson), um skipt- ing fasteignaveðslána (flm. Páll Zop- hóníasson og Bjarni Ásgeirsson) og um reiknings- og skuldaskil sparisjóðsins Gullfoss í Hrunamannahreppi. EKKERT KAFFI ER SVO GOTT AÐ LUDVIG DAVID BÆTI ÞAÐ EKKI Auglýsið i BANKABLAÐINU

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.