Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 22
22 BANKABLAÐIÐ enginn hafa æft sig fyrir kappleik þennan. Var það eigi einsdæmi um knattspyrnukappleiki þá, því að í bæn- um geysaði hið mesta knattspyrnufár. Starfsmenn flestra fyrirtækja, er höfðu nægan fjölda liðsmanna, þreyttu kappleiki í knattspyrnu. Fóru þá oft fram spaugilegir kappleikir á íþrótta- vellinum í Reykjavík. Svo var um fyrsta kappleik bankamanna. Leik þessum lauk með sigri Lands- bankaliðsins. Næsta vor huggðu Út- vegsbankamenn til hefnda og skoruðu á sigurvegarana til kappleiks. Sigr- uðu þá starfsmenn Útvegsbankans. Þriðji knattspyrnukappleikur banka- manna var háður á síðastliðnu vori, og lauk með sigri Landsbankamanna. Öll þrjú skiptin, er keppni hefir fram farið, hefir komið greinilega í SJAFNAR NÆ TURKREM (COLDCREAM) hreinsar húðina bezt, nærir hana og mýkir. SJAFNAR HÚÐSMYRSL eru nú alviður- kennd fyrirgæði. ijós að kappliðin eru mjög jöfn og bæði í framför. Enda þótt eigi hafi verið til þess ætlast í upphafi, að knattspyrnu- keppni yrði árlegur þáttur í félags- störfum bankamanna, virðist undan- farin reynzla benda til þess að svo verði. Áhugi er vaknaður á árlegri keppni milli starfsmanna bankanna í knatt- spyrnu. Það er t. d. vitað, að fyrir síð- asta kappleik var meiri tíma eytt til undirbúnings en áður og ýmsir kepp- endur komu nokkrum sinnum á íþrótta- völlinn til æfinga fyrir kappleikinn. Á síðastliðnu vori barzt stjórn S.I.B. áskorun frá rúmlega tuttugu starfs- mönnum Landsbankans um að gefa verðlaunagrip til að keppa um í knatt- spyrnu fyrir bankamenn. Áskorun þessi bar þann árangur, að ,,Bankablaðið“ hét að gefa verðlauna- grip. — Þegar núverandi ritstjórn kom að blaðinu hafði eigi verið tekin á- kvörðun um val verðlaunagripsins. Það varð því eitt af fyrstu verkum henn- ar, að efna það heit er áður hafði verið gefið, og velja verðlaunagrip og semja reglugerð um keppni bankamanna í knattspyrnu. Verðlaunagripur, sem keppt verð- ur um í knattspyrnu á næstu árum, er silfurskjöldur í víxilformi, og hefir verið valið heitið: ,,SiIfurvíxillinn“. Vinnur herra Leifur Kaldal að smíði hans. Reglugerð er fylgir silfur- víxlinum birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Þess er vænst, að „silfurvíxillinn“ verði til þess að auka áhuga banka- manna á knattspyrnu og koma kapp- leikjum þeh’ra í fastara form. A. B.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.