Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 25

Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 25
BANKABLAÐIÐ 25 Samstarf Sambands ísl. bankamanna. Sumarið fer í hönd. Hlýindi vorsins draga skrifstofufólkið út úr bænum, burtu frá rykugum götum og molluleg- um skrifstofum. Við bankamenn hlökk- u m til sum arsins og h eitum því víst flest- ir að verja sem allra fæstum frístund- um okkar innan bæjar. Við erum í því ekkert frábrugðin nútíma bæjarmann- inum, sem æðir út um ailar sveitir á sumrin, klifar fjöll og eltir snjóinn upp á hájökla. — Á sumrin eru bæjarbúar næstum eins miklir sveitamenn og sveitamennirnir sjálfir. En afleiðingin af þessu sveitarölti okkar verður sú, að enginn félagsskap- ur getur þrifizt með bæjarbúum á sumrin (nerna ferðafélögin, sem við tökum með okkur út í sveitasæluna). 6. grein. Rísi ágreiningur um skilning á reglu- gjörð þessari eða öðru, er kappleiki snertir, fellir stjórn S.Í.B. fullnaðarúr- skurð. 7. grein. Reglugjörð þessi gengur þegar í gildi. Reykjavík, 27. apríl 1937. Ritnefnd BankablaSsins. Framanrituð reglugerð staðfest á fundi sambandsstjórnar S. 1. B. 27. apríl 1937. Einv. Hallvarðsson. I hitteð fyrra kom fram snjöll uppá- stunga til þess að sameina bankamenn í frístundum sínum á sumrin. Það var sumarskálinn. Þar hefðu menn getað haft bækistöð sína um helgar, gengið þaðan á nærliggjandi fjöll og heiðar eða notið útiloftsins á annan hátt. — Bankamenn vantar einmitt stað, þar sem þeir gætu dvalið sér að kostnað- arlitlu, yfir helgar og í sumarfríum sínum. Og nú, þegar svo margir Reyk- víkingar eru farnir að iðka skíðaíþrótt- ina að vetrinum, þá væri sjálfsagt að velja skálanum þann stað, að hans yrði not jafnt vetur sem sumar. Uppástungan var ágæt, og sam- bandsstjórnin gerði sitt til að hrinda málinu áleiðis. iHún fékk gerðan upp- drátt af slíkum skála, svo að menn gætu betur áttað sig á hugmyndinni — og lagði drög til að fá land uppi í Mosfellssveit á sæmilegum stað. En málið strandaði í það sinni á sundur- þykki okkar bankamanna. Hugmynd- in lifir samt enn, og hún er vel þess verð, að henni sé meiri gaumur gefinn. Við ættum að taka málið upp að nýju eins fljótt og auðið er — og láta það þá ekki stranda á samtakaleysi! Skálann fáum við nú samt líklega ekki í sumar og þá er spurningin, hvort við getum gert nokkuð til þess að halda svolitlu lífi í Sambandinu okk- ar, sem jafnframt gæti stuðlað að kynningu félaganna, svo þeir væru færari um að byggja upp samtök sín næsta vetur. Þegar árshátíð okkar, sem venja er til að halda á hverjum vetri, hafði farist fyrir, talaði sambandsstjórnin lauslega um, að æskilegt væri að Sam- bandið gengist fyrir sameiginlegri

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.