Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 27

Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 27
BANKABLAÐIÐ 27 íslenzka bankamenn í eina félags- heild, til þess að vinna hagsmuna- og menningarmálum þeirra brautargengi. En sigrum verður aðeins náð með sam- takamætti. Þeir, sem af lítt gildum ella engum ástæðum, telja sér ekki sæmandi að vera í félagsskap með starfssystkinum sínum, hljóta sjálfir mestan skaða auk þess að geta einnig eyðilagt annara störf. SÍB á fyrir höndum mikið verkefni. Áhugamál bankamanna, til að bæta hag og heill sinnar stéttar, eru ótæm- andi. Á komandi tímum verður unnið kappsamlega að framgangi þeirra. I þessari grein verður ekki rúm til að rekja þau mál. Bankablaðið hefir þeg- ar drepið á sum þeirra og því verður haldið áfram. En fyrst og fremst verður að leggja megináherzlu á, að sameina alla íslenzka bankamenn og starfsmenn sparisjóða í SÍB. Þá verða störfin auðveldari og afrekin stór- feldari. Kreppan orsakir og afleiðingar, heitir nýútkomið rit eftir Jóhann Árna- son bókhaldara í Útvegsbankanum. Jóhann er maður einarður og hisp- urslaus í skoðunum og hefir hugsað mjög mikið um atvinnumál þjóðarinn- ar og fjárhagslega afkomu, eins og öilum almenningi mun kunnugt af mörgum blaðagreinum hans og rit- gerðum (í ,,Eimreiðinni“ t. d.) um þau mál. Ritið fæst í bókabúðum og kostar a^eins 90 aura. Kaupið Bækur Pappír Riiföng / i Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugavegi 34. Jón Halldórsson & Co. Skólavörðustig 4 og 6 B, Box 253. Hiisgagnaverzlun og vinnustofa Sími 3107. Símn.: Jonhallco. Smíðar eftir pöntunum alls- konar húsgögn, póleruð, bónuð og máluð. — Gætir jafnan vandvirkni í efnis- vali og smiði. Áherzla lögð á vönduð og góð viðskipti. Elzta og stærsta húsgagnavinnustofa á íslandi.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.