Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 16

Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 16
48 BANKABLAÐIÐ Svenska Bankamannaforingen var fal- ið að koma skipulagi á þessa starf- semi, útbúa skýrsluform, fyrir þessar upplýsingar o. s. frv. Að síðustu var kosin nefnd, einn maður frá hverju sambandi, til þess að gera uppástungur um, á hvern hátt skólum eða öðrum menntastofnunum, fyrir bankafólk, yrði bezt fyrir komið. Upplýsingar þessar eiga að leggjast fyrir næsta mót, sem sennilega verður haldið í Helsingfors. Meðan á þessu móti stóð, en þar mættu aðeins opinberir fultrúar, voru ýmsar skemmtanir fyrir aðra gesti B. S. mf., bæði erl. og innl. Voru farnar margar skemmtiferðir um nágrenni borgarinnar og einnig skoðaðir margir merkustu staðir hennar. Því miður hafði ég ekki tækifæri, að taka þátt í þessum ánægjulegu ferðalögum, en allir voru ásáttir um, hvað S. B. mf. hefði lánast að gera allt þetta sem á- nægjulegast fyrir gestina. Á sunnudagseftirmiðdaginn höfðu dönsku fulltrúarnir boð inni og tóku þátt í því um 80 manns. Þarna varð skilnaðarstund flestra fulltrúanna, því flestir þeirra fóru heim daginn eftir. Ég varð nokkra daga um kyrt, bæði ti! þess að skoða borgina frekar en ég hafði haft tök á og ennfremur til að kynna mér nánar starfsemi S. B. mf. og skrifstofuhald þess. Eins og áður er tekið fram hefir sambandið skrif- stofur í húsinu nr. 7 við Kungsgatan, eru það 3 sæmilega stór herbergi og salur, sem rúmar um 50 manns í sæti. Hér geta sambandsfélögin fengið upp- lýsingar um allt, sem varðar starf- semi bankamanna. Ennfremur geta félögin fengið aðstoð, ef á þarf að halda, hvort heldur félagslega, eða

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.