Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 22
54 BANKABLAÐIÐ Állir að viðskiptin eru hagkvæmust hjá h.f. Isafoldarprentsmiðju bankamenn vita, varð vart lítilsháttar rigningar. Samt var dásamlegt að koma til Hvanneyrar, og hittum við vel á þar sem fólk var að hætta vinnu. Ungt fólk, karlar og konur, frísklegt og glatt var að ganga frá áhöldum og verkfærum. Vagnar voru leystir frá hestum, aktýgi losuð og hestar fluttir í haga. Allt var svo frjálst og glatt, skærir hlátrar og fjör- legur söngur heyrðist frá þessu unga sveitafólki þar sem það var komið heim að loknu dagsverki. Við gengum um staðinn og litum á byggingar, skrúðgarð, matjurtagarða, túnrækt og allt annað, sem þarna er að sjá. Það er ógleymanleg ánægja að skoða þetta fagra og myndarlega höfuðból, og gott er að minnazt þess, að okkar fá- menna land skuli eiga slíka staði sem talandi vott þeirrar menningar er með þjóðinni býr. Rökkrið færðist yfir og ferðinni var hraðað eftir hinum al- kunnu Borgarfjarðarvegum og ekki linnt, fyr en á hlaðinu að Arnbjargar- iæk. Þá var kl. rúmlega tíu um kvöld- ið. Ekki þarf að lýsa viðtökunum. Heimilið þar er landskunnugt og for- ráðamenn þess. íbúðarhúsið er eitt hið ailra veglegasta, sem byggt hefir verið hér á landi, enda hýsti það nál. 40 næturgesti þessa sunnudagsnótt við á- gæta líðan. Fljótlega var sezt að borð- um og stóð máltíðin all lengi, því ýrnis- legt varð þá til skemmtunar. Var sung- ið og dansað fram eftir nótt. Snemma næsta morguns varð þó að standa upp því að löng leið var fyrir höndum sunnudaginn þann. Veður var fagurt um morguninn og naut vel út- sýnisins frá Arnbjargarlæk. Um há- degi kvöddum við Davíð bónda með þakldæti og fullri meðvitund þess að

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.