Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 26
58 BANKABLAÐIÐ ÖLLUM bifreiðastjórum ber saman um það AÐ SHELL SMURT ER VEL SMURT KnaHspyrnukeppnin Knattspyrnumót bankamanna hófst á fþróttavellinum í Reykjavík, 7. júní síðastliðinn. Allir bankarnir í Reykja- v!ík tóku þótt í mótinu. Kappleikir urðu alls þrír og var mótinu lokið á skemmri tíma en einni viku. Fyrsta kappleikinn léku starfsmenn Búnaðarbankans og Landsbankans. í fyrri hálfleik tókst Búnaðarbanka- mönnum að skora eitt mark, en fengu ekkert. En í síðari hálfleik sóttu Lands- bankamenn sig og lauk leiknum með sigri þeirra, 2 mörk gegn 1. Annar kappleikur mótsins fór fram 9. júní s. 1. og kepptu þá Búnaðar- bankamenn og Útvegsbankamenn. Sá leikur endaði með sigri Útvegsbanka- manna, er skoruðu 9 mörk gegn engu. Þriðji og síðasti kappleikurinn var háður hinn 11. júní s. 1. Var það úr- slitaleikur mótsins milli starfsmanna Landsbankans og Útvegsbankans. Leikur þessi var sóttur af nokkru kappi af beggja hálfu, en endalokin fara því kappi, sem einkennir mjög skapgerð hans. Þó að Árni sá nú yfir sjötugt, hefir aldurinn ekki brotið hann á bak aftur. Þrátt fyrir umfangsmikil störf um æf- ina, er hann enn hinn ernasti, kvikur í hreyfingum, skemmtinn og glaður. Bankablaðið óskar Árna til ham- ingju með 70 ára afmælið, og þeim hjónunum, Önnu og Árna, er. lifað hafa saman í gæfuríkri sambúð í hálfa öld, allra heilla á komandi tímum og vonar að æfikvöld þeirra megi verða sólbjart og sumarhlýtt. A.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.