Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 38

Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 38
70 BANKABLAÐIÐ Til umhugsunar Lausnir á dæmum í síðasta blaði: 1. — 3 kettir. 2. — Árnason. Hér koma fjögur ný dæmi: Ávextir eru seldir eftirfarandi verði: Appelsínur á 4 aura stykkið, perur á 3 aura og plómur 7 stykki fyrir 1 eyr- ir. Maður á 100 aura og vill kaupa 100 ávexti. Hvað fær hann mikið af hverri tegund? Kaupmaður nokkur á skálavigt, er hann notar, en aðeins fjögur lóð með henni. Með þessum lóðum getur hann vegið öll heil pund frá 1 og upp í 40. Hve þung voru lóðin? Á hve margan hátt er hægt að greiða 25 aura með smámynt, (1, 2, 5, 10 og 25 eyringum), og á hve margan hátt er hægt að greiða 1 kr. með sams- konar smámynt auk krónupenings? Raðið tölunum 1 til 16 í þessa reiti þannig, að útkoman verði 34 þegar lagt er saman lárétt, lóðrétt og í horn. Morgun nokkur sagði kona ein við mann sinn, að hann hefði talað mikið í svefni, og oft nefnt nafnið ,,Lóló“. ,,Það er nafn á hesti, sem ég veðjaði á fyrir nokkru“, sagði maðurinn. — Mánuði síðar fór hann í ferðalag og þegar hann kom heim aftur, spurði hann eftir bréfi. „Já“, sagði konan. „Iíesturinn hefir skrifað þér“. Húsfreyja á sveitasetri einu hafði veitt því athygli, að þeir synir hennar tóku mjög eftir þjónustustúlku, sem hún hafði. Húsfreyjan ákvað að finna út hvorn hún mat meira, og spurði stúlkuna: „María, ef að þú værir boð- in í bíó með öðrum syni mínum, hvorn myndir þú velja?“ „Eg hefi þekkt þá báða mjög vel, en ef þú vilt unna mér góðrar ánægju, þá vii ég helzt fara með húsbóndan- um“, svaraði María. Kona, við eiginmann sinn, sem ligg- ur veikur í influenzu: „Mikið hefirðu skemmtilegt fólk í skrifstofu þinni, ég gat svo greinilega heyrt að það hló hjartanlega, þegar ég sagði því, að þú gætir ekki komið í dag“. Fyrir nokkrum árum var stofnað banicaútibú í smáþorpi einu í Eng- landi. Starfsmenn voru aðeins cveir, bankastjóri og gjaldkeri. Þeir höfðu löngum lítið að starfa og eyddu þá oft tímum saman í skrifstofu banka- stjórans, yfir spilum og tafli. En þess gætti gjaldkerinn vel, að ganga fram að dyrum og loka bankanum hvern dag er klukkan sló þrjú. Eitt sinn er hann fór að loka bankanum kom hann

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.