Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 20
herriám í Noregi víðtækust áhrif og aíleið- ingar fyrir félagsstarfsemi bankamanna. Eftir bankamannamótið í Kaupmanna- höfn 1939 gekk starf sambandsins sinn vana- gang. Verkefni þau, sem leysa þurfti, voru mörg og þýðingarmikil. Stríðið hafði þær afleiðingar í för með sér að leggja varð þessi verkefni á hilluna, en leggja hins veg- ar áherzlu á, að launþegunum væri bætt að fullu dýrtíð sú, er stríðið hafði í för með sér. Samningar um þetta voru gerðir við liina ýmsu banka með góðum árangri. Eflir að mesta ringulreiðin var um gerð gengin eftir árásina 9. apríl 1940, var fyrir forgöngu hæstaréttar Noregs myndað sjö manna framkvæmdaráð til að takast á hend- ur stjórnarstörfin í hinum hernumdu hér- uðum landsins. Ráðinu tókst á tiltölulega skömmum tíma að koma á reglu í landinu, sem liafði að mörgu leyti verið alveg stjórn- laust. Meðal annarra ráðstafana ráðsins var lækkun á forvöxtum og innlánsvöxtum bankanna. Bein afleiðing hernámsins var sú, að fjöldi atvinnuveitenda sagði upp launa- samningum og gerði sig líklega til að lækka stórlega launin. Framkvæmdaráðið lét skjótt krók koma á móti bragði og úrskurð- aði öll lög og samninga gildandi þrátt fyrir hernámið. Meðal annars voru í gildi lög um sáttasemjara i vinnudeilum, og var nú jafnframt stofnaður gerðardómur í vinnu- deilum, þar sem félagsmálaráðuneytið gat, svo framarlega sem samningaumleitanir sáttasemjara bæru ekki árangur, samkvæmi tillögu hans, kveðið upp úrskurð í ágrein- ingsefninu, og skyldi hann vera bindandi fyrir báða aðila. Þýðingarmikið ákvæði var það, að eigi mátti gera neinar breytingar á launakjör- um launþegum í óhag, nema með samþykki félagsmálaráðuneylisins. Að öðru leyti en því, sem leiddi af áður- nefndum lögum, gat sambandið haldið áfram starfsemi sinni óhindrað eins og áður. Samningaumleitanir fóru fram með góðum árangri um dýrtíðaruppbætur, laun og ör- yggi gegn uppsögnum á atvinnu. í eftirlaunasjóðsmálinu hefur verið unn- ið kappsamlega, enda í flestum bönkum borið alveg sérstaklega góðan árangur. Á landsfundi sambandsins 1940 var stjórn þess falið umboð til að taka ákvarðanir í Öllum málum, sem nauðsyn krefði, þangað til næsti landsfundur yrði haldinn. Þetta var gert vegna þess, að fyrirsjáanlegt var, að ekki ynnist tími til að kalla saman lands- fund til að taka ákvarðanir í ýmsum að- kallandi nauðsynjamálum. Hinn 10. júlí 1940 kom tilskipun frá fé- lagsmálaráðuneytinu um, að ekki mætti nema með samþykki þess ráðstafa fé eða eignum fagfélaga eða vinnuveitendafélaga, nerria um smáupphæðir væri að ræða. Þannig varð að sækja um samþykki „Reichskommissars" vegna útgjalda að upp- hæð kr. 3250,00 í sambandi við landsfund- inn. Fékkst samþykki hans með því skilyrði, að honum yrði sent eftirrit af fundargerð- inni. Af þesstt tilefni var færð „tilbúin" fundargerð, sem var send, en ekkert afrit tekið af hinni raunverulegu fundargerð. Seinna var tilkynnt, að samþykki þyrfti til launahækkana og að upplýsingar skyldu gefnar um launakjör nýráðinna starfs- manna. í september var þess krafizt, að sent væri sundurliðað yfirlit yfir tekjur og gjöld, svo og efnahagsyfirlit sambandsins og hinna einstöku félaga. Hinn 17. júní 1941 var enn tilkynnt, að sérstök „félagsskril’stofa“ hefði verið stofn- uð, sem væri undir beinni stjórn innanríkis- ráðuneytisins. Skrifstofan mátti gera sérhverja þá ráð- stöfun, sem nauðsynleg væri til að stofna 4 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.