Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 21

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 21
ný félög, leysa önnur upp eða steypa félög- um saman. Þá gæti skrifstofan einnig gert upptækar eignir félaga í þágu ríkissjóðs. Ennfremur hafði skrifstofan heimild til að skipa trúnaðarmann sinn formann félags og hafði liann þá sarna vald og stjórn þess hafði áður lialt. Brot á þessum ákvæðum sættu sektum allt að kr. 100.000,00 eða fangelsi allt að 3 árum eða hvorttveggja. Tímaritið „Bank“, sem ennþá var gefið út, var ritskoðað af nefndri skrifstofu, en um áramótin 1941 — 1942 liætti Jiað að koma út, Jiangað til eftir lok styrjaldarinnar. Hinn 15. nóvember 1941 fékk banka- mannasambandið bréf, Jiar sem því var tjáð, að Jiað ætti að sameinast Sambandi verzl- unar- og skrifstofufólks Noregs og sem með- limur Jiess lieyra undir Hið faglega lands- samband verkamanna. Nýskipun þessi gekk þó eigi í gildi fyrr en g. febrúar 1942, Jiegar bæði bankamannasambandinu og öðrum starfsmannasamtökum var tilkynnt, að sam- einingin hefði átt sér stað. Jafníramt var skipaður „kommissatiskur“ leiðtogi. í fram- haldi af þessu var því lýst yfir, að bann væri lagt við því að koma sér lijá greiðslu félagsgjalda, að ganga úr sambandinu, leggja niður störf í Jiágu þess og fleira, sem of langt mál væri upp að telja. Þá var ákveð- ið, að fjárveitingar yfir 50 kr. skyldi leggja fyrir hinn „kommissariska" formann til samjiykktar. Hann átti einnig að skoða og skrifa undir allan póst. Með tilliti til Jiess, að sambandsstjórnin var með þessum ráðstöfunum svipt frjálsum ákvörðunarrétti, sem var skilyrði ábyrgðar gagnvart meðlimunum, og að hún Jiví ekki gat tekið neina ábyrgð á því, sem gerðist, baðzt hún þess að verða leyst frá störfum. Beiðni þessari var synjað. Hvað starfsfólk sambandsins snerti, ósk- aði stjórnin þess, að það starfaði áfram, enda taldi starfsfólkið starf sitt nú sérstak- lega í Jiví fólgið, að framkvæma fyrirmæli og reglur liinna nazistisku yfirvalda á þann hátt, að áhrifin yrðu allt önnur en til var ætlazt. Það er í sjálfu sér saga út af fyrir sig, hvernig samtökunum tókst að komasi hjá samvinnu við handhafa hins ríkjandi stjórnarfars án alvarlegra árekstra. Það at- hyglisverðasta er ef til vill þátturinn um ársgjald meðlimanna. Vígorð heimavíg- stöðvanna var, að ekkert gjald skyldi greiða til hinna nazistisku yfirvalda og verkefni hinna norsku starfsmanna bankamannasam- bandsins var að gera þetta vígorð eins áhrifaríkt og hægt var með minnstu liugs- anlegum ójiægindum fyrir meðlimi sam- bandsins. Með því, að því er virtist á sak- lausan hátt, að nota sér hinar veiku hliðar liinnar nazistisku skipulagningar tókst Jietta framar öllum vonum. Nazistarnir ráðstöf- uðu þannig ekki einum einasta eyri af fjár- munum sambandsins. Sambandið hefur ekki — þrátt fyrir hækkun á ársgjaldinu úr 24 kr. í 72 kr. — innt af hendi nein gjöld til landssambands verkamanna eða annars sambands. Skýringin á því, að slíkt var mögulegt, liggur í slælegu eftirliti frá hendi hinna nazistisku starfsmanna. Þegar eftir lok styrjaldarinnar hóf sam- bandið aftur starfsemi sína á frjálsum grundvelli. Jafnhliða Jiví að félagsstarfið hófst, tóku meðlimir aftur að gieiða gjöld sín og sam- Jjykkt var, að leggja á aukagjald kr. 10,00 á hvern félaga, og er Jiað að mestu leyti greitt. Starfsmannastéttirnar hafa á undan- gengnum stríðsárum fundið það betur en nokkru sinni áður, hve nauðsynlegt er fyrir þær að stofna með sér fagsambönd og áhug- inn fyrir því að ganga í Samband norskra bankastarfsmanna hefur aldrei verið eins mikill og einmitt nú. Samningaumleitanir eru nú aftur hafn- BANKABLAÐIÐ 5

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.