Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 26
JÓN PÁLSSON fyrrv. bankaféhirðir. Jón Pálsson fæddist 3. ágúst 1865 og andaðist 18. janúar 19*16. Hann varð starfs- maðnr Landsbanka íslands árið 1910 og gjaldkeri bankans 1912—1928, er hann sagði því starfi lausu vegna heilsubilunar. I>ótt Jón nyti aðcins lítilfjörlegrar barna- skólamenntunar, varð hann j)ó prýðilega menntaður maður snemma á aldri og jók stöðugt við menntun sína alla ævi. Maður- inn var ágætlcga gáfaður, fróðleiksfús og stálminnugur. Efdrtekt hans á |>ví, er fram fór, var frábær, og hann var fádæma mann- glöggur, þekkti og niundi nöfn og ættir þúsunda manna eldri og yngri. Oft þekkti hann börn aðeins á svipnum, vissi hverrar ættar þau mundu vera. Faðir Jóns var Páll Jónsson hreppstjóri og móðir hans Margrét Gísladóttir. Æti Jtcssi er gáfuð mjög og listfeng. Dr. Páll ísólfsson er bróðursonur Jóns og mun ]>að vera Jóns verk, að sá írábæri listamaður hlaut þá menntun, sem honum sæmdi. Jón Pálsson var brjóstgóður maður og mikill vinur smælingja, manna og dýra. Eru J>að fagrar dygðir og eftirbreytnisverð- ar. Vafalaust hefir hann sáð mörgum góð- um frækornum í sálir unglinga með dýra- verndunarstarfi sínu. Vinur var Jón trygg- ur, J)ar sem hann tók því, og sparaði J)á hvorki fé né fyrirhöfn, er Jturfti að hjálpa. Þar var engin hálfvelgja. — Jón vár geð- ríkur nokkuð og viðkvæmur maður. Jón lék vel á orgel og verzlaði lengi með hljóðíæri. Aldrei seldi hann annað en vönd- uðustu vöru lrá kunnum vcrksmiðjum og var afar áreiðanlegur í viðskiptum. Mjög framarlega stóð Jón Pálsson í ýms- um félögum. Hann var stofnandi Sjúkra- samlags Reykjavíkur og formaður Jtess frá upphafi (1909), þar til tryggingarfélag vai stofnað samkvæmt lögum, árið 1935. Bindindismaður á vín var hann alla ævi. Var áhugasamur í baráttunni gegn áfengis- bölinu og sýndi það í verki, er hann, ásamt konu sinni, gal 20 þús. kr. til stofnunar hælis fyrir drykkjusjúka menn. — Hann var lormaður Barnasumardvalarfélags Oddfell- owa og lét sér nijög annt um það, eins og raunar öll J)au störf, er hann tókst á hend- ur. Mörg fleiri störf Jóns í félags- og rnenn- ingarmálum mætti telja og verður efalaust gert annars staðar. Þá eru enn ótalin hin miklu ritstörl' Jóns Pálssonar. Lengi ævi safnaði hann ýmsum fróðleik og gamansögum. Mun það safn all- mikið. Enn hefir aðeins ein bók verið gefin út af því safni, eða fyrsta heftið af Javí, „Austantórur", en vonandi er að útgáfunni verði haldið áfram. — Árið 1895 kvæntist Jón Önnu Sigríði Adolfsdóttur, mætri og góðri konu, er lifir hann. Varð þeim ekki barna auðið. Jón var sæmdur riddarakrossi Fálka- orðunnar. Þ. J. 10 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.