Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 30

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 30
lcysa seðla mcð gulli um óákveðinn tíma, en þð var sú ráðstöfun af mörgum talin óhæfa. Öllum er um það kunnugt, hvað það var, sem kom í kjólfar styrjaldarinnar á sviði fjármálalífsins. Ég get því farið fljótt yfir þá sögu. Vöruþurrð, verðbólga, harðleikni styrjaldarþjóðanna við hinar hlutlausu þjóðir og afleiðingar þessa á sviði verzlunar og gjaldeyrismála, allt færði þetta bankanum mikinn vanda að hönd- unt og olli því, að um hann spunnust all- miklar deilur. Unt 1920 gerbreyttust öll viðhorf eins og öllum er kunnugt, hvert stríðsgróðafyrir- tækið af öðru varð gjaldþröta og hreif með sér í falli sínu verzlunar- og iðnaðarfyrir- tæki og minni banka, sem til þessa höfðu notið trausts og fáir höfðu um óttazt. Þeg- ai sá orðrómur gaus svo upp, að einn af stærstu einkabönkum landsins væri hætt kominn, taldi Þjóðbankinn sér skylt að veita honum aðstoð eftir að könnun á efna- hag banka þessa hafði leitt í ljós, að tap hans var hverfandi og rekstur lians virtist öruggur og því i raun og veru aðeins um að ræða álitshnekki og erfiðleika á skulda- lúkningu. Nokkrum mánuðum síðar kom í ljós, að könnunin á efnahag hlutaðeig- andi banka hafði ekki verið svo nákvæm sc-m skyldi og að ekki var auðið að bjarga bankanum með öðrum hætti en þeirn, að ríkið tæki ábyrgð á inneignum þeirra, sem lagt höfðu fé inn í bankann. Afleiðing þessara mistaka varð sú, að þáverandi stjórn Þjóðbankans sætti harðri gagnrýni, það var meira að segja efazt um hina góðu trú hennar, þótt það hafi vafalaust verið hin mesta ósanngirni, og áliti hennar var spillt að verulegu leyti. Það kom þó brátt í Ijós, að Þjóðbankinn hafði haft rétt fyrir sér, þegar hann ákvað að bjarga hlutað- eigandi banka. Banki þessi skipaði brátt sinn fyrri sess meðal danskra banka og inn- an skamnts var ríkisábyrgðin felld niður, þar sem hennar var engin þörf lengur. Á næstu árum dró til ýmissa þýðingar- ntikilla atburða á sviði bankastarfseminn- ar í Danmörku sem annars staðar. England hvarf frá gullinu sem myntfæti árið 1931 og nær samtímis hófst geigvænleg landbún- aðarkreppa í Danmörku. Þetta hvort tveggja hafði mikil áhrif á fjármálastefnu næstu ára. Þjóðbankinn hafði stóraukin áhrif á fjármálalífið gegnum hina nýstofn- uðu gjaldeyrismiðstöð, sem liafði eftirlit með allri utanríkisverzlun landsins. Þar eð verðgildi útflutningsvara landbúnaðarins, sem innflutningsvörurnar áttu að greiðast með að verulegu leyti, var fallandi, hlaut það að verða til þess, að innflutningurinn yrði takmarkaður og liaft með honum strangt eftirlit. Allt þetta leiddi til óánægju með þær ráðstafanir, sem Þjóðbankinn, að fyrirlagi ríkisstjórnarinnar, gerði til að hindra verðfall krónunnar, sem hefði leitt til verðhækkunar og orðið alþýðu manna til mikils tjóns. Forkólfar landbúnaðarins, sem fékk gieiðslurnar fyrir útflutningsvör- ur sínar í sterlingspundum, vildu að gengi krónunnar yrði sem lægst og höfðu hina mestu vanþóknun á gjaldeyriseftirlitinu. Þeir, sem fengust við iðnað og verzlun, báru sig aftur á móti upp yfir því, að þeir fengju ekki nægilegan gjaldeyri til inn- flutnings og töldu veitingu gjaldeyrisleyf- anna taka of langan tíma og liafa allt og mikla erfiðleika í för með sér fyrir þá, scnt leyfanna þörfnuðust. Og enda þótt lög- in frá 1908 gengju ekki úr gildi fyrr en árið 1938, bar jafnaðarmannastjórnin þeg- ar árið 1934 fram frumvarp um nýskipun Þjóðbankans. Jafnaðarmönnum lék mestur hugur á að gera bankann að ríkisbanka. En hugmynd sú sætti harðvítugri mótstöðu í þinginu. Nokkrum árum síðar var svo frumvarpið 14 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.