Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 31

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 31
Bankar í Rússlandi RÁTT fyrir það, hvað ráðstjórnarríkin eru víðlend, annast aðeins sex bankar lánastarfsemi þeirra. Stærstur þessara banka er að sjálfsögðu rússneski ríkisbankinn, Gosbanki, sem er miðstöð allra stuttra lána til iðnaðar, samgangna, landbúnaðar og verzlunar. Við ltlið hans starfar einnig Wneschtorgbanki (bankinn fyrir utanríkis- verzlunina), sem veitir stutt lán til fyrir- tækja, sem annast útflutnings- og innflutn- ingsverzlun. Hinir fjórir bankarnir veita lán til langs tíma. Prombank (Iðnaðarbankinn) veitir stofn- fé til iðnaðarfyrirtækja ríkisins, samgöngu- mála og póstmála, vegalagningar og götu- gerðar, svo og íbúðabygginga að því leyti, sem þær teljast til iðnaðar. Viðskiptaveltu Prombanka má nokkuð ráða af hinum háu upphæðum stofnfjárframlaga til þessara framkvæmda, sem ár hvert birtast í fjár- hagsátælun Rússlands. Á tímabili fyrstu fimm ára áætlunarinnar námu þessar ijár- upphæðir 52.5 milljörðum rúblna og á tímabili annarrar fimm ára áætlunarinnar 133.4 milljörðum. Árið 1938, sem var fyrsta ár þriðju fimm ára áætlunarinnar, veitti ríkið 38.3 milljarða til slíkra stofnfjárfram- laga. Upphæðir þessai' eru að verulegu leyti runnar úr Prombanka. Bankinn ávaxt- ar auk þessa fé iðnfyrirtækjanna, sem varið er til viðgerða og nýbygginga. Afborgunar- sjóðirnir námu í fyrra 1.6 milljörðum rúblna. Þó skyldi enginn ælla, að banki Jiessi annist aðeins greiðslur á fjárframlög- um ríkisins. Hann hefur einnig það hlut- verk á hendi að fylgjast með því, hvernig með fé þetta sé farið af hverjum og ein- um. Bankinn veitir því aðeins fé til iðn- borið fram að nýju og samþykkt með nokkrum breytingum 7. apríl 1936 sem lög um Þjóðbanka Danmerkur. í fyrstu grein þeirra laga er tekið fram, að lilutverk bankans sé að tryggja fjármál landsins og stjórna peningaveltu og lánveitingum. Tilgangur bankans er Jiví enn hinn sami og forðum daga að heita má. Áður en löggjöf þessi var sett, stóðu lengi yfir samningar milli stjórnar Þjóðbankans í Kaupmannahöfn og ríkisstjórnarinnar, sér í lagi um Jialð meðl hvaða liætti liluta- bréfin skyldu afhent og leyst út. Gömlu hlutabréfin voru leyst um með þeim hætti, að skipt var á hverju hlutabréfi og skulda- bréfi, sem hljóðaði upp á helmingi hærri upphæð en lilutabréfið. Skuldabréf Jiessi eru forvöxtuð með 4%, en ríkið ábyrgist Jiau. Þau eru éiuppsegjanleg til 1948 og greiðast upp á 27 árum. Gamli bankinn hafði verið lilutabréfabanki, en nýi bank- inn er eins konar sjálfseignai'stofnun með stofnsjóð, sem nemur fimmtíu milljónum króna og leggur ríkið hann til með skrif- legri skuldbindingu. Ákveðinn hluti af árs- tekjunum er lagður í stofnsjóðinn, og af- skrifast skuldbinding ríkisins sem því nem- ur. Hin nánu tengsl við ríkið sjást og á J)ví. að allar nettotekjur renna til þess. BANKABLAÐIÐ 15

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.