Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 32
aðarframkvæmda, að þær séu tilgreindar í áætlun ríkisins og kostnaðaráætlun og ann- að slíkt iiggi fyrir. Lán þau, sem lieitið hefur verið, eru greidd smám saman eftir því, sem verkinu miðar áfram, og bankinn fylgist gaumgæfilega með því, að allt gangi samkvæmt áætlun. Taki eitt fyrirtæki við af öðru, heldur bankinn áfram greiðslum, þegar öll skilríki liggja fyrir. Bankinn hef- ur vald til þess að krefjast endurgreiðslu á veittum fjárframlögum, ef fyrirtæki reyn- ist ekki nægilega framtakssamt og stendur ckki við skuldbindingar sínar. Fjárveitingar til landbúnaðarins annast Selkhosbanki (Búnaðarbankinn), sem sér um veitingu langra lána til samvinnufélag- anna, svo að þau geti aflað sér landbún- aðarvéla, reist íbúðahús, lagt vegi og götur um samyrkjusvæðin, keypt dráttardýr og búpening og útsæðisbirgðir, reist sameigin- leg barnaheimili, matsali, klúbba og annað slíkt. Selkhosbanki veitir einnig einstökum samyrkjubændum lán til að þeir geti aflað sér búpenings. Viss hluti af tekjum sam- yrkjubændanna er lagður í hinn svonefnda ræktunarsjóð, sem Selkhosbankinn ávaxtar og ásamt fjárframlögum ríkisins leggur grundvöll að lánastarfsemi lians til land- búnaðarins. Fimmti bankinn er Vsekobanki (Bank- inn fyrir samvinnufélög), sem veitir sam- vinnufélögum löng lán til byggingafram- kvæmda. Féð til þessarar lánastarfsemi fæst af vissum hundraðshluta af tekjum sam- vinnufélaganna og ábyrgðum, sem þau taka á sig. Auk þessa veitir Vsekobanki fé til verzlunarfyrirtækja ríkisins, en í fjár- liagsáætluninni frá 1938 voru 3 milljarðir rúblna ætlaðir til Jreirra hluta. Vsekobanki hefur eins og Prombanki eftirlit með Joví, hvernig með fé það er farið, sem hann lánar. Síðasti bankinn í lánaskipulagi ráðstjórn- arríkjanna er Tsekombanki (Bankinn fyrir lánveitingar til íbúða og opinberra bygg- inga). Banki þessi hefur á hendi fjárveit- ingar og lánveitingar til liúsa, sem ætluð eru ýmist til íbúðar eða sameiginlegra Jjarfa borgaranna (íbúðarhús, skólar, sjúkra- hús, uppeldisheimili, barnaheimili, klúbb- ai og annað Jjví um líkt). I mótsetningu við hina bankana hefur Tsekombanki eng- in útibú, }>ar eð starfsemi hans er rekin af héraðsbönkunum. Slíkir héraðsbankar eru í öllum stærri borgum Rússlands. Þeir starfa undir eftirliti héraðsyfirvaldanna og annast bankastarfsemina hver á sínum stað. I.án Jjau, sem bankar Jtessir veita til langs tíma, eru runnin frá Tskombanka og háð eftirliti hans. Að lokum ber að minnast hinna ótelj- andi sparibanka, enda Jsótt þeir hafi ekki lánastarfsemi á hendi. Þeir eru ríkisstofn- anir, og innlánafé jDeirra er varið sam- kvæmt fjárhagsáætlun ríkisins rneðal ann- ars til lánastarfsemi hinna sex bankanna. Sparibankarnir eru nú yfir 60 000 talsins, og jDeir eru einu bankarnir, þar sem ein- siaklingar geta Iagt inn fé. Samtals lögðu einstaklingar í banka Jressa í fyrra 5 000 milljónir rúblna. NORRÆNT BANKAMANNAMÓT Framh. af bls. 7. miklu hlutverki að gegna. Skipzt hefur ver- ið á mikilsverðum upplýsingum, bæði munnlegum og skriflegum. Fulltrúar frá bankamönnum allra Norðurlandanna hafa aftur haft tækifæri til að hittast. Stofnað hefur verið til nýrra vináttubanda og gömul styrkt. Félagsstarfið hefur fengið nýja örv- un í hinu endurupptekna samstarfi við fé- lagssamtök bræðraþjóðanna. Þormóður Ögmundsson. 16 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.