Alþýðublaðið - 29.09.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBL'AÐIÖ n6gu mikíl lítilmenska að ráðgera oíbs'disveik, renna á rassinu með það, en þuifti svo að hælast um af því á eftir? Á. Um ðafsim 08 vepia, Stórslys. Menja fór út í gær og kom aftur í nótt kl. 12 með tvo menn, er höfðu slasast mikið. Höfðu þeir lent í duflvír, og misti annar þsirra fótinn, Pétur Þórðar- son bátsmaður, Óðinsgötu 16 B, en hinn, Guðmundur Ólafsson frá Hafnarflrði, var og talsvert meiddur. Skipið fór þegar út aftur. Sigarðar Skagfeldt söngvari er nýkominn til bæjarins. Ér hann á leið til útlanda, en ætlar að syngja hér, áður en hann fer, lög eftir Sveinbjöin prófessor Svein- björnsson, en tónskáldið ætlar sjálfur að leika undir. Framkoðsfrestar til þings er nú útrunninn, því að í d.g eru réttar fjórar vikur til kosninga. Hjálpræðisherinn. Hann heflr nú komið upp gistihæii á Seyðis- flrði, og var það opnað á laugrr- daginn var. Hafði herinn keypt hús bæjarfógetans þar fyrir 45 þús. kr. Hefir hælið svefnrúm íyr- ir 17 manns. Hér í Reykjavík heflr herinn nú lokið við stækkun á gesta- og sjómanuaheimili sínu. Hiatavelta Sjúkrasamlagsins er á morgun í Bárunni. Athygli skal vakin á auglýs- ingunni um skoðun skólabarna vegna berklaveiki, því að eftir berklavarnarlögunum má ekki leyfa skólavist öðrum börnum en þeim, er vottorð hafa um að rera ekki berklaveik. ÞiDgmáiafandar verður hald- ínn á morgun kl. 3 á Reynivöllum í Kjós. Yerða þar hvorir tveggja frambjóðendurnir ( kjördæminu, Sigurjón Á. Ólafsson og Felix Guðmundsson frá Alþýðuflokknum og Björn Kristjánsson og Ágúst Flygenring frá auðborgaraflokknum hér í Reykjavík. Larseii Ledet flytur síðasfa tyrirlestur sinn hér á landi annað kvöld í Iðnó. Ættu þeir, sem enn hafa ekki hlustað á þennan mjög rómaða mælskumann, að nota þetta síðasta tækifæri. Fyrirlestrarnir eru mjög skemtilega fluttir og óvenjugott að skilja fyrirlesarann, þólt áheyrendur séu óvanir dönsku. Messar á morgun. í Dómkirkj- unni kl 11 séra Bjarni Jónsson. Kl. 5 séra Jóh. Rorkelsson. í Við- ey kl. 2 séra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 2 próf. Har. Níels- son, kl. 5 séra Árni Sigurðsson. í Landakoti kl, 9 f. h. hámessa, ki. 6 e. h. guðsþjónusta. Muidð kaupfélagsfundtnn í kvöld í Ungmenuafélagshúslnu. Friðjón Kristjánsson stúdent, sem eins og áður heflr verið sagt frá hér í bhðinu ætlaði að lesa uppeldisfræði við háskólann í Leip- zig í Éýzkalandi, fékk áður en hann færi héðan þær upplýsingar þaðan, að dvalarkostnaður þar hafl mjög aukist við vaxandi dyrtíð, og að dvölin þar yrði því að eins leyfð, að ræðismaður Þjóðverja staðfesti loforð fjárráðamanns stú- dentsins um, að dvalarkostnaður hans yrði greiddur, hve mikill sem hann yrði. Að þeim kostum gat Friðjón eigi gengið og varð því að hætta við Leipzigför að sinni, en les sennilega annars staðar. „íslandið** kemur snemma í fyrramálið til Hafnarfjarðar frá ísafiiði. Héðan fer það aftur á þriðjudaginn síðdegis. Bæknr og rit, send Alþýðuhlaðina. Hafræna, sjávarijóð og siglinga. Safnað hefir Guðm. Finnbogason. Reykjavík. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. 1923. — í þessari bók er saman safnað mörgu hinu bezta, er á íslenzku hefir verið ort, um sjó og sjófarir síðan á 9. Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 988. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskiiftargjald 1 króua á mánuði. Auglýsingaverð .1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir- að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. öid. Sézt þar, hvað hæft er í því, sem ýmsir útlendir bókmentafræð- ingar segja, að Byron og Heine hafi fyrst uppgötvað yrkisefni hafs- ins. Kvæðasafni þessu er ætlað að leggja sjómönnum góð ljóð og oið á tungu, og má vel verða til þess, ef þeir eru nú ekki svo aðþrengdir í launakjörum, að enginn geti keypt hana, og þó verður bókin að litlu gagni, ef ekki er með henni biotinn jarðvegur til gróð- urs nýrra ljóða og nýrra orða, — nýs andleg3 lífs meðal sjómanna. Andrari, tímarit Hins íslenzka þjóðvinafélags, fertugasta og átt- unda ár. — Hér skrifar Forsteinn Gíslason með mynd Hannesar Hafsteins um hann sæmilega gðða grein, en skrítið er, að þar finst ekki minst á baráttu Hannesar fyrir kolaeinkasölunni, sem þó er ekki ómerkasti þátturinn í stjórn- málaæfi hans. Eiríkur Briem skrif- ar um framleiðslufé og lífskrafafé, merkilega grunnfæra grein; virðist svo, sem hann haldi, að einhvern tíma geti allir lifað á vöxtum af fornu fé. Auk fiskirannsókna- skýrslu eftir Bjarna Sæmundsson yfirkennara eru þar enn greinar um ísland og fullveldi þess eftir Bjarna Jónsson >úr< Yogi, þjóö- fundinn 1851 eftir Hallgrím Hail- grímsson, .alþýðuskóiana þýzku eft- ir Herthu Schenk o. fl, Aftarlega í ritinu er heitorð félagsins um að gefa út. alþýðurit undir ritstjórn dr. Sig. Nordals háskólakennara. B-ltstjóri og ábyrgðarmaðör: Hallbjorn Halíóórsson. Prentsmiðja Hállgríms Benediktssonar, Bergstaðastræti 19.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.