Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 12

Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 12
Hilmar Stefdnsson. mannafélags í landinu, dugnað þeirra og ósérplægni í félagsmálum. Það var hvorki auðvelt, eða vinsælt verk að skipuleggja og stofna starfsmannafélög, sem höfðu kjara- og hagsmunamál ákveðinna stétta, eða starfshópa á stefnuskrá sinni. Segir m. a. í stofnfundarbók félagsins: Brynjólfur Þor- steinsson setti fundinn og stakk upp á fund- arstjóra: Haraldi Jóhannessen, sem sam- þykkt var í einu hljóði. Fundarskrifari var Þórður Sveinsson. Þetta gerðist meðal ann- ars á fundinum: Brynjólfur Þorsteinsson talaði um til- gang væntanlegs félags starfsmanna Lands- bankans og las upp frumvarp til félags- laga, sem forgöngumennirnir höfðu samið og taldi mundu mega nota sem bráðabirgð- arlög til næsta aðalfundar. Haraldttr Jóhannessen mælti með stofnun félagsins og kvaðst mundi bera fram tillögu í því efni. Hannes Blöndal kvað ekki nægilegt að stofna félag með starfsmönnum Lands- bankans heldur ætti það að ná til allra bankamanna landsins. Brynjólfur kvað svipað vaka fyrir þeim forgöngumönnum félagsins, en fyrst væri að stofna þetta félag, sem síðar gæti komið á samvinnu við aðra bankamenn, eða félög þeirra. Tók Haraldur í sama streng. Síðan fór frarn nafnakall um það, hvort félagið skyldi stofnað og var það samþ. með 27 samhljóða atkvæðum fundarmanna en þeir voru þessir: Björn Björnsson, Brynjólfur Þor- steinsson, Einar Sv. Einarsson, Guðmundur Jónsson, Gunnar Thordarson, Hannes Blöndal, Haraldur Jóhannessen, Hilmai' Stefánsson, Jón Brynjólfsson, Jóhann Jóhannesson, Jóhanna Þórðardóttir, Mar- grét ísólfsdóttir, Ólafur Eyvindsson, Ólafur Thorarensen, Sesselia Guðmundsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir Stephensen, Sigurð- ur Sigurðsson, Sigurjón Jónsson, Sveinn Þórðarson, Steingrímur Björnsson, Valtýr Blöndal, Vilhelm Steinsen, Þorbjörg Guð- jónsdóttir, Þórunn Aðils, Þórður Sveins- son, Þorsteinn Jónsson (í veðdeild) og Þor- varður Þorvarðsson. Því næst voru upp borin lög fyrir félagið og þau samþ. að mestu óbreytt frá því sem forgöngumennirnir höfðu gengið frá þeim, en lögin voru í 10 gr. Þá var kjörin stjórn fyrir félagið og hlutu kosningu í fyrstu stjórn Jtess: Hilmar Stefánsson formaður, Haraldur Jóhannessen og Brynjólfur Þor- steinsson meðstjórnendur. Varamenn voru kosnir: Ólafur Thorarensen og Jón Brynj- ólfsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Þorsteinn Jónsson og Þorsteinn Jónsson. Fleira gerðist ekki á fundinum. En mörg- um mun hér hafa fundist að blað hafi verið brotið í sögu bankastarfseminnar í landinu. Því að til þessa höfðu banka- menn ekki haft nein samtök. En með þess- ari félagsstofnun gat ekki hjá því farið að bankamenn í Jseim bönkum sem hér störf- uðu færu að dæmi starfsmanna Landsbank- ans og stofnuðu starfsmannafélög. 2 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.