Bankablaðið - 01.04.1953, Page 15

Bankablaðið - 01.04.1953, Page 15
ar umræður um málið og var stjórn félags- ins falið að leita eftir samningum við stjórn bankans um launamálin. Þannig hefir þeg- ar á fyrstu árum félagsins verið til umræðu og athugunar þau tvö höfuðmál sem síðan hafa verið öðru hvoru til umræðu í félag- inu til þessa dags. ÁRIÐ 1930: Rætt um þátttöku félags- manna í Alþingishátíðinni. Hvort ekki væri tímabært að gefa út tímarit fyrir bankamenn. Síðast en ekki sízt skýrði for- maður frá því í skýrslu til aðalfundar félags- ins, að vegna Starfsmannafélagsins hefði tekist að fá sömu dýrtíðaruppbót á laun 1929 og árinu á undan og hvatti félags- menn til að standa vörð um félagið. Þá var og lögð frarn á félagsfundi 8. des uppkast að launareglugerð starfsmanna bankans. Þá var á þessum fundi kosinn fulltrúi starfs- manna í stjórn Eftirlaunasjóðs og var Brynjólfur Þorsteinsson kjörinn fulltfúi starfsmanna bankans í stjórn sjóðsins. ÁRIÐ 1931: Á fundum félagsins það ár eru reglur um Eftirlaunasjóðinn á dagskrá og önnur kjaramál. Þá kom fram á þessu ári tillaga frá Sigurjóni Jónssyni, þess efnis að félagið gengi í Alþýðusamband íslands. Umræður urðu eins og að líkum lætur mikl- ar um tillöguna og skiptar skoðanir og lauk umræðum með þeim hætti, að tillagan var felld með 7 atkvæðum gegn 4, en margir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. ÁRIÐ 1932: A þessu ári kom fram í fyrsta sinn hugmyndin, hvort að bankamenn ættu að byggja sér sumarskála. Þá flutti Ein- varður Hallvarðsson tillögu urn að félagið beitti sér fyrir því að starfsfólkið fengi ókeypis vinnujakka. Einnig að skipuð væri nefnd til þess að koma á skákkeppni milli starfsmanna Landsbankans og Útvegsbank- ans. Þá kom fram tillaga á fundi 31. jan., hvort ekki væri fáanlegir peningar úr Eftir- launasjóði til að stofna lánadeild fyrir starfsmenn bankans. Haraldur Jóhannessen ræddi um fræðslustarf meðal bankamanna. ÁRIÐ 1 933: Lánadeildin er nú á dagsskrá og er tilgangur hennar að veita félagsmönn- um lán til bráðabirgða og eru deilur uppi í félaginu um málið. Þá kom fram hug- myndin um bankamannaskipti. Þannig að hér í aðalbankanum skiptust menn á um störf við þá sem í útibúunum væru. Einnig að æskilegt væri að koma þessum skiptum á við banka erlendis. Þá er rætt um að korna á innkaupafélagi á ýmsum vörum fyrir félagsmenn. Var mikill áhugi meðal félagsmanna um að korna á slíkri stofnun, en ýmsir örðugleikar voru þar á ferð eins og síðar þegar rætt hefir verið um að koma slíku félagi á stofn. ÁRIÐ 1934: Þá er í fyrsta sinn í sögu starfsmanna bankanna haldinn sameigin- legur fundur starfsmanna Landsbankans og Útvegsbankans og er umræðuefni tilboð um athugun á, hvar bankamenn gætu komist að hagkvæmustu kjörurn, með innkaup á nauðsynjavörum. Brynjólfur Þorsteinsson setti fundinn, en Björn Björnsson var fund- arskrifari. Á þessum fundi var vakið máls á því hvort ekki væri tímabært að stofna Samband ísl. bankamanna. Þá kom og fram í F.S.L.Í., að rétt væri að halda sameigin- legan dansleik með starfsmönnum Útvegs- bankans og einnig að koma á skákkeppni. Þá er enn til umræðu í félaginu innkaupa- félagið og fleira. Þá er boðið til fundar 27. október og rætt um launamálin, en félags- stjórninni hafði borist til eyrna að milli- þinganefnd í launamálum, hefði í hyggju BANKABLAÐIÐ 5

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.