Bankablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 25

Bankablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 25
Landsbankafólk að Hreðavatni 1952. margar íbúðir fyrir starfsmenn bankans. Jafnframt sem með stofnun byggingarsam- vinnufélagsins var fengin viðurkenning á einu af baráttumálum félagsins, að Eftir- launasjóðurinn lánaði starfsmönnum bank- ans til að byggja eða eignast eigin íbúðir. Þá er vert að geta þess að Bankaráðið hefur sýnt starfsmönnum þá velvild að gefa á 60 ára afmæli bankans, félaginu veglegan fundarsal með búnaði á efstu hæð bankans, svo að starfsmannafélagið hefir haft á síð- ari árum mjög góða félagslega aðstöðu. Framkvæmdarstjórn bankans hefir einnig á síðari árum lagt rnjög ríflegar fjárhæðir í Eftirlaunasjóð starfsmanna. Þá hefir Náms- og kynnisfararsjóðurinn verið efldur og auk- inn til hagsbóta fyrir starfsmennina. Auk jjeirra mála sem hér hafa verið rædd hefir félagið á liðnum árum haldið upp margs- konar skemmtistarfsemi og margir félags- menn verið þar boðnir og búnir til að leggja frarn krafta sína oft við erfiðar aðstæður. Þá hefir knattspyrnukeppni rnilli bankanna verið háð öðru hvoru um langt árabil. Hafa Jjar verið keppt um veglega gripi svo sem „Silfurvíxilinn", er Bankablaðið gaf til verðlauna, sem Landsbankinn vann til fullra eignar, einnig hefir verið keppt um „flaggstöng“ góðan grip og fagran, sem einnig hefir verið unninn til eignar. Þá hafa starfsmenn bankans háð knattspyrnu- leiki við ýmsar stofnanir aðrar í bænum. Skák hefir og verið mjög vinsæl dægradvöl og margir starfsmenn liðtækir í þeirri list. Skákkeppni hefir og farið fram á liðnum árum við bankana. Fyrst um nokkurt skeið við Útvegsbankann og var jsá keppt um góðan grip og fagran — sem er skákborð með tilheyrandi og unnu Landsbankamenn jjað til eignar á sínum tíma. Síðari ár hefir keppni farið fram á milli Búnaðarbankans og Landsbankans og verið báðum aðilum hin bezta skennntun. Þá hefir nokkuð ver- ið gert að sameiginlegum innkaupum fyr- ir félgasmenn. Þá hafa fulltrúar starfs- mannafélagsins allt frá stofnun Sambands ísl. bankamanna unnið að kjaramálum bankamanna almennt í bezta samstarfi við starfsmenn hinna bankanna — Útvegsbank- ans og Búnaðarbankans. Hér hefi ég ekki minnst nema örfárra atriða úr aldarfjórðungsstarfi félagsins. Margs er að minnast og af miklu að taka, BANKABLAÐIÐ 15

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.