Bankablaðið - 01.04.1953, Side 28

Bankablaðið - 01.04.1953, Side 28
AÐALFUNBUK Starfsmannafélags Utvegsbankans Þriðjudaginn 20. janúar síðastliðinn var aðalfundur Starfsmannafélags Útvegs- bankans haldinn í hátíðasal bankans. Formaður félagsins, Adolf Björnsson setti fundinn og skipaði fundarstjóra Gunnl. G. Björnson, en ritara fundarins Sig. Gutt- ormsson. Fundarstjóri lýsti fundinn lögmætan og löglega til hans boðað. Flutti þá formaður skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári, og skal hún hér rakin í höfuðatriðum. Fráfarandi stjórn tók við störfum þann 5. marz 1952 og var skipuð Adolf Björns- syni formanni, Guðm. Einarssyni varafor- manni, Sig. Guttormssyni ritara, Ingibjörgu H. Briem gjaldkera og Hjálmari Bjarna- syni meðstjórnanda. Á félagsárinu höfðu 5 félagsmenn liætt störfum en 7 nýir ráðist í þjónustu bank- ans. Félagatala er nú 80 í aðalbanka og 21 í útibúunum eða samtals 101 félagi í Starfs- mannafélagi Útvegsbankans. Á starfsárinu hefir stjórn félagsins unnið að staðfestingu á endurbótum á Eftirlauna- sjóði starfsmanna, en því máli væri eigi enn komið örugglega og heilu í höfn þótt all- mikið hafi áunnist. Launamál starfsmanna hafa verið tekin til nýrra athugunar og umbætur fengist á starfskjörum félagsmanna á Seyðisfirði. Starfsfólk bankans hefir á undanförnum árum og af fullri ástæðu talið skattþunga þann er á herðar þess er lagður of þungan og seigdrepandi og einkum erfitt að ynna þá greiðslu af hendi í einu lagi á síðasta hluta ársins. Var af starfsfólkinu talið eðli- legra og heppilegra að deila greiðslunum mánaðarlega á allt árið. Tókust um það samningar við bankastjórn og aðalgjald- húsbændur að bæta kjör og kaup fólksins einmitt vegna þess að félagið átti hlut að máli, en ef hver einstaklingur hefði paufað út af fyrir sig, með kröfur sínar. Félags- skapur er nauðsynlegur og oft sterkari en rök og sanngirni einstaklingsins. Á þessum tímamótum má Félag starfs- manna Landsbankans, held ég, vel við una þann árangur er náðst hefur á liðnum ár- um. Margir dugnaðarmenn hafa verið í stjórn þess, og nú er vaxin upp vel menntuð og prýðileg bankamanna stétt. Félagið er orðið stórt og sterkt, og aðrir bankar hafa einnig fyrir löngu stofnað sín félög. Og svo allir eitt sambandsfélag bankamanna, hér á landi. Mörgu góðu og þarflegu í menn- ingar og menntamálum bankamanna hefur verið á komið, svo sem utanförum banka- manna til fræðslu og frama. Auðvitað með aðstoð bankaráða og bankastjóra bank- anna, sem margir eru fyrrverandi starfs- menn Félags starfsmanna Landsbanka ís- lands. Um leið og ég þakka mínum góðu, gömlu félögum og starfssystkinum velvild og vin- semd, óska ég félaginu heilla og hamingju og Landsbanka íslands velmegunar og bless- unar á komandi tímum. Þorsteinn Jónsson. 18 BAN KABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.