Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 10

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 10
Knattspyrnulið Útvegsbankans 1938. Ennfremur átti hún tal við fjármálaráðherra, Ásgeir Ásgcirsson, og var hann því fylgj- andi að bankinn legði fram ákveðið stofn- fé. Jafnframt er þess getið, að hann hafi óskað eftir því, að starfsmenn gerðu ráðstaf- anir til þess að undirbúa reglugerð um sjóð- inn. Kosin var nefnd, er í samráði við félags- stjórnina skyldi undirbúa og semja slíka reglugerð. í nefnd voru kjömir: Kristján Jónsson, Elías Halldórsson og Einar E. Kvaran. Reglugerð sú, sem nefndin lagði fram, var sarnin með hliðsjón af reglugerð eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbanka ís- lands. Fulltrúaráð bankans felldi öll þau ákvæði, sem frábrugðin voru reglugerð Lands- bankans og taldi ráðið og bankastjórnin, að eigi væri heimilt að ganga lengra en þar væri ákveðið unr þessi mál. Stofnfé sjóðsins nam kr. 33.500,00 og tók hann til starfa 1. nóvember 1934. Fulltrúi félagsins í stjórn sjóðsins var kjör- inn Einar E. Kvaran og hefur hann verið endurkjörinn til þess starfa æ síðan. Vara- maður hans er og hefur verið frá Rrstu tíð: Jóhann Árnason. Árið 1942 samþykkti félagið, að láta fara fram endurskoðun á reglugerð sjóðsins með það fyrir augurn að auka hlunnindi sjóðs- félaga, enda hafði bankinn þá lagt mikið aukaframlag til sjóðsins. Við þá endurskoðun fengust ýmsar mikilsverðar umbætur. Átta árum síðar eða árið 1950 fer svo Handknattleiksflokkur kvenna úr Útvegsbankanum árið 1945. 4 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.