Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 12

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 12
Starfsmenn að spilum. fást til ókeypis afnota fyrir starfsmenn, — en úr framkvæmdum í þessurn efnum varð þó ekki. Á þessu ári hefur svo loks úr þessu ræzt, þar sem allflestir starfsmenn bankans hafa rnyndað sarntök um að kaupa sumarbustað Baldurs Þorsteinssonar og Erlings Hjalte- sted í Lækjarbotnum. Starfsmannafélagið samþvkkti, að heimilt væri að kaupa sum- arbústaðinn á nafni félagsins, en án allrar ábyrgðar þess. Mikill áhugi virðist vera fyrir því að gera það sem til þarf, svo að starfs- menn geti notið þarna yndisstunda og einnig haft af því nokkur hlunnindi. VINNUFATNAÐUR. Bankinn hefur þrívegis lagt starfsfólkinu til vinnufatnað. Eru það út af fvrir sig mikil hlunnindi, og jafnframt setur það svip á afgreiðslu bankans þegar starfsfólkið klæð- ist sams konar vinnufatnaði. KAFFISTOFA OG SAMKOMUSALUR. Fyrst frarnan af hafði starfsfólkið aðgang að herbergi í kjallara bankans, til þess að drekka í kaffi, er það hafði með sér, svo sem verið hafði í íslandsbanka. Var það herbergi jafnframt notað sem fundarstaður. Þegar húsakynni bankans voru aukin, var innréttaður samkomusalur á lofti gamla bankahússins, svo og kaffistofa og eldhús. Frá þeim tima hefur starfsfólkið fengið ó- keypis kaffi og mjólk. Kaffistofan var stækkuð árið sem leið og mötuneyti fyrir starfsfólkið tók til starfa um síðustu áramót, en það er til mikilla þæginda fyrir einhleypinga og svo þá, sem búa í úthverfum bæjarins. Fundir félagsins, skemmtanir og aðrar samkomur, hafa verið haldnar í samkomusalnum. Bank- inn gaf á sínum tíma píanó, grammófón og vandað útvarpstæki í samkomusalinn, starfs- fólkinu til afnota. 6 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.