Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 16

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 16
 ¦ W Þormóður Ögmundsson að kvikmynda. STARFSMANNATAL. Árið 1938 er sá háttur upp tekinn, að skrá alla starfsmenn við bankann og reyndar allt frá stofnun íslandsbanka. Er þarna að finna ýmsan fróðleik um hvern einstakan. Fyrir nokkrum árum voru gerðar umbætur á fyrir- komulagi starfsmannatalsins og gert ráð fyrir að myndir verði til af öllum þeim, sem getið er í skránni. í þessu sambandi hefur Starfs- mannafélagið gengizt fyrir myndatöku af starfsmönnum í Reykjavík, og jafnframt gert ráðstafanir til þess, að svo verði einnig gert í útibúum bankans, þar sem því verður við komið. Bjarni heitinn Jónsson frá Unnar- holti átti frumkvæði að starfsmannatalinu og skráði það. Gengdi hann því starfi til dánardægurs. Eftir hann, hefur Guðmundur E. Einarsson annazt þennan starfa. SKEMMTIFERÐIR. Starfsmannafélagið gekkst fyrir skemmti- ferðum á hverju vori, svo sem tíðkazt hafði meðal starfsmanna íslandsbanka um margra ára skeið. Árið 1935 verður sú breyting á, að bankinn greiðir ferðakostnað starfsmann- anna og nokkrum árum síðar greiðir bank- inn allan kostnað við skemmtiferðimar og hefur svo verið síðan. Eiga menn margar og ánægjulegar endurminningar frá þessum ferð- um. Mörg hin síðari ár hefur Þormóður Ögmundsson tekið kvikmyndir í ferðum þessum, sem sýndar hafa svo verið á skemmt- unum félagsins og hlotið hinar mestu vin- sældir. SKEMMTANIR. Félagið hefur frá fyrstu tíð gengizt fyrir skemmtunum meðal starfsfólksins. Hin síð- ari ár hefur verið haldinn nýársfagnaður ár hvert. Þá hafa og verið haldnar jólatrés- skemmtanir fyrir börn starfsmanna. Bankinn hefur greitt kostnaðinn við þær, en starfs- fólkið hefur annazt allan undirbúning og framreiðslu. Starfsfólk i'itibúsins á Isafirði. Talið frá vinstri: Bjarni Guðbjörnsson, útibús- stjóri, Högni Þórðarson, Elisabet Kristjánsdóttir, Sverrir Guðmundsson. A myndina vantar Onnu Mariu Valsdóttur 10 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.