Bankablaðið - 01.06.1953, Side 18

Bankablaðið - 01.06.1953, Side 18
Mynd þessi er af þvi starfsliði Islandsbanka, sem enn starfar i Útvegsbankanum (aðalb.). Fremri röð, talið frd vinstri: Brynjólfur Jóhannesson, Halldór J. Þ. Halldórsson, Kristján Jónsson, Helgi Eiriksson, Margrét Björnsdóttir, Einar E. Kvaran, Axel Böðvarsson. Aftari röð, talið frá vinstri: Guðjón Halldórsson, Jóhann Arnason, Sigurður Guttorms- son, Hjálmar Bjarnason, Elias Halldórsson, Baldur Sveinsson, Jó?i S. Björnsson, Þórar- inn Nielsen. — A myndina vanta: Henrik Thorarensen, Ernu Eggerz, Inga Kristmanns og Erling Hjaltested. TÓNLISTARKYNNING. Félagið tók upp þá nýbreytni á s. 1. ári, að hafa tónlistarþætti og fræðslu um tón- list. Þeir dr. Páll ísólfsson, Róbert A. Ottós- son og Jón Þórarinsson hafa futt erindi og skýringar við tónverk, sem spiluð hafa verið af plötum. Ennfremur hefur kvartett út- varpsins undir stjórn Bjöms Ólafssonar flutt verk eftir Beethoven og Dag Wiren. Aðgang- ur að tónlistarþáttum þessum hefur verið ó- keypis, enda hafa þeir, sem þar hafa komið fram, gert það án nokkurrar greiðslu. Stend- ur félagið því í þakkarskuld við þá. Þess skal getið, að starfsfólk hinna bankanna hefur jafnan verið boðið að lilýða á tónlistarfræðslu þessa. ÁLYKTUNARORÐ. Hér að framan hefur saga Starfsmanna- félags Utvegsbankans verið rakin í fáum dráttum. Þó má það ljóst vera, að fyrir starf félagsins hefur mikið áunnizt til hagsbóta fyrir starfsfólkið í heild og að kjör þess eru að miklum mun betri en ella hefði orðið. Félagið hefur aukið samstarf meðal meðlima sinna og aukið þeim skilning á verkefnum hvers um sig. Þeir, sem ruddu brautina, og aðrir, sem síðar hafa stjórnað málefnum félagsins eiga því skvldar hugheilar þakkir allra, sem notið hafa ávaxtanna af þessu starfi. í þáttum þessum verður ekki getið sérstak- lega þeirra manna, sem staðið liafa fremst 12 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.