Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 19
Starfsfólk Útvegsbankans. í starfi fclagsins á umliðnum árum en þó verður ekki hjá því kornist að nrinnast eins manns úr þeim hópi, þar sem hann hefur lengst allra komið hér við sögu. Það er núverandi formaður félagsins Adolf Björns- son. Hann hefur átt drjúgan þátt í forsjá félagsins og verið formaður þess um langt skeið. Störf sín hefur hann unnið með ár- vekni og fádæma ósérhlífni, enda hefur veg- ur félagsins vaxið í höndum hans. Allt frá stofnun félagsins, hefur þurft mikið undir bankastjórana að sækja, en þeir hafa tekið málefnum félagsins með vin- semd og litið á starf þess með velvilja. Félagið minnist því þess með þakklæti. Engum virðist þó gert rangt til, þó að félagið þakki einum þeirra, Helga Guðmundssyni, sérstak- lega á þessum tímamótum í sögu þess, þar sem hann hefur verið aðalbankastjóri allan þann tíma, sem félagið hefur starfað. Helgi Guðmundsson hefur sýnt félaginu hina fyllstu tillitssemi og gert sér far um að koma til móts við starfsfólkið og hugðarmál þess af góðum skilningi. Þess eru og mörg dærni, að han'n hefur orðið fyrri til um ýmislegt, sem því hefur orðið til hags og ánægju. Að lokum vil ég svo áma Starfsmanna- félagi Útvegsbankans allra heilla í nútíð og framtíð. G. H. BANKABLAÐIÐ 13

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.