Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 24
Og drottinn mælti: „Manni einum er miður hollt að búa hér. Sjá, þar er bein af þínum beinum og þetta bein er ætlað þér.“ Og Adam varð sem annar maður, — því ynging fyrsta var nú gjörð —, svo sterkur, rakkur, stæltur, glaður, og stafir sólar gylltu jörð. En lengi vel hann var í efa, hver væri konan, sem hann leit, og henni leizt því guði’ að gefa hið gamla nafn, er sérhver veit. Þau áttu dætur, einnig drengi, en ekki er tala þeirra vís. En hitt er víst, þau voru’ ei lengi í vegsemd sinni’ í Paradís. Og svona vill það síféllt ganga, er svanni’ og halur fylgjast að: Þau Eden gista’ — en aldrei langa þau eiga dvöl á slíkum stað. Þótt ótal hafi aldir runnið frá Adams tíð of gjörvallt land, af sama toga’ er sífellt spunnið hið svokállaða hjóna-band. Hve mikið gera mátti’ úr rifi, það mannkyn hefur lengi séð, því konan lifir. — Konan lifi! Og karlmennirnir fljóti með!

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.