Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 26
Ég óska Starfsmannafélagi Útvegsbankans .til hamingju á 20 ára afmæli þess. Sveinn B. Valfells, íoistjóii: 1. Mér líka þau mjög vel í allan máta Hisp- urslaus og viðkunnanleg framkoma ráðamanna bankans og vilji til að greiða úr viðskiptalegum þörfum manns. Hitt er svo annað mál, livort maður hefði óskað eftir að bankinn hefði betur getað leyst úr fjárhagslegum þörfum manns, sem eru eilífar og ævarandi á tímum verðbólgu og skattalaga, sem hindra að fvrirtæki fái sjálft safnað sér nauðsynlegs rekstrarfjár. 2. Starfsfólkið er sérstaklega kurteist og lipurt og leggur sig í framkróka með að greiða sem bezt úr hverju máli. Það er þannig sem vðiskiptaþjónusta á að vera, sem gerir samskipti manna ánægjuleg, léttir lífið og endanlega getur líka metist til fjár í tímaspamaði og hindrun óþarfa um- stangs. Það hefur því miður víða skort skilning á, að bankaþjónusta, sem og önnur opinber og hálf opinber þjónusta, er viðskiptalegs eðlis jafnt sem rekstur verksmiðju eða verzlunar, og takmarkið lilytur að verða að veita sem fullkomnasta þjónustu og undirstaðan undir góðan árangur er fyrst og fremst alúð í starf- inu. 3. Um það hef ég lítið að segja. Sam- starfsmenn mínir, sem daglega liafa sam- skipti við bankann segja mér, að stundum sé um nokkrar tafir að ræða vegna þess að starfsmenn séu yfirhlaðnir störfum. SLÉTTUBANDAVÍSA. Sendir slyngum fullur fús furtur þvinguð orðin: Kenndir syngið, drekkið dús, deyið kringum borðin. ORT UNDIR ÁHRIFUM. Nú er vandi að vera skýr vísu að blanda hálfur. Hvar er andinn drottinn dýr, drap liann fjandinn sjálfur? Þegar ölfrumvarpið var á döfunni, varð þessi vísa til: En hvað margur getur orðið sljór á allt sem veldur þjóðarböli og tjóni. Nú sjá þeir landann, „heimsins bezta bjór“ boða sælu og allsnægtir á Fróni. Hj úskapar-oblígo Gefin hafa verið saman í hjónaband: Hinn 11. apríl 1953, Hanna Soffía Blöndal, Útvegsbankanum, og Hörður Frímannsson stud. polyt. Hinn 2. maí 1953, Ásdís Steingrímsdóttir, Útvegsbankanum og Guðjón Jónsson, bif- reiðarstjóri. Hinn 2. maí 1953, Elín Sæbjörnsdóttir Út- vegsbankanum og Guðmundur Árnason, stud. med. dent. ♦--------------------------------------4 Rausnarleg g/öf E. Ragnar Jónsson, forstjóri hefur gefið Starfsmannafélagi Útvegsbankans eintak af hverri þeirri bók, er fyrirtæki hans Helgafell hefur gefið út. Er hér um að ræða mikinn fjölda góðra bóka og færir Bankablaðið hon- um beztu þakkir starfsmannafélagsins fyrir þessa rausnarlegu gjöf. 20 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.