Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 28

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 28
Voru nokkur félagssamtök meðal starfsfólksins í þá daga? Nei, þá þekktist það alls ekki að starfs- fólk bankanna hefði með sér stéttarfélag. Þú minntist í upphafi þessa samtals á félagið „Falko“, hvers konar félags- skapur var það? Það var skemmti- og málfundafélag starfs- manna íslandsbanka. Það var stofnað 20. desember 1924 af 20 starfsmönnum, og eru nú 10 þeirra meðlimir Starfsmannafélags Út- vegsbankans, hinir eru ýmist látnir eða hættir bankastörfum. — „Falko“ starfaði af miklu fjöri fyrstu tvö til þrjú árin, en þá fór að smá dofna yfir félagslífinu og lognaðist það út af árið 1928 eða þar um bil. — Til gam- ans langar mig að lofa þér að heyra, hvernig 2. gr. laga félagsins hljóðaði, og taktu nú eftir. „Tilgangur félagsins er: a) að auka þekkingu starfsmanna á banka- málum. b) að sjá um, að starfsmenn bankans geti komið saman sér til skemmtunar við dans, spil eða tafl, eigi sjaldnar en tvisvar í hverjum mánuði.“ Það voru haldnir málfundir, spila- og tafl- kvöld og rnjög skemmtilegir dansleikir, sem menn muna enn í dag. Þá stofnuðum við einnig til smáferðalaga að sumrinu til og voru fyrstu svonefndu „bankatúramir" farnir af meðlimum „Falko,“ en slíkt þekktist þá ekki í neinni annarri stofnun. í fyrsta „bankatúrnum“ var farið í Þrastaskóg og vorum við þá fá, aðeins 8 eða 10, í tveimur litlum bílum, — en það var svo skemmti- legt ferðalag, að þessum sið var haldið áfram næsta sumar og þá bættust fleiri í hópinn. — Nú er þetta allt kornið á traustari grund- völl. — Það er óhætt að fullyrða, að „Falko“ hafi aukið samheldni og félagslyndi meðal starfsmannanna, enda söknuðu þess margir, er félagið lagðist niður. Þegar hér var komið, er tilganginum með viðtalinu náð, en þá skýtur upp í huga mínum nafngiftinni „Leikfélag ís- landsbanka“ og ég nota því tækifærið til þess að spyrja Brynjólf um það, hvernig hún sé til komin? Það stendur þannig á því, að við vorum um eitt skeið nokkrir starfsmenn íslands- banka, sem höfðum leikið og stunduðum leiklist í frístundum okkar. Þetta var á árunum 1924 til 1930. Jens B. Waage var þá að vísu hættur að leika, en ávallt fullur áhuga á leiklistinni. Aftur á móti var Indriði sonur hans tekinn við leikstjóra- störfum (1935) hjá Leikfélagi Revkjavíkur og vann jafnframt í bankanum. Einar E. Kvaran hafði þá leikið hjá L. R. og hélt því áfram við og við. Hann lék síðast vorið 1928 Eibæk í „Ævintýri á gönguför.“ Ég byrjaði að leika hjá L. R. 1924, en hafði áður leikið á ísafirði meðan ég var bankastarfsmaður þar. Síðar bættist við úr hópi bankamanna þeir Valur Gíslason, Baldur Sveinsson og Jón S. Björnsson. Enn fleiri starfsmenn höfðu þá einnig sinnt leiklistinni, svo sem þeir Einar Viðar, Helgi Eiríksson, sem lék á vegurn knattspymumanna Jón Sterka í „Skugga-Sveini“ og Halldór Halldórsson, sem leikið hafði í revýu. — Af þessu má sjá, að í bankanum voru saman komnir margir lista- rnenn og hefur leiklistin, ásamt fleiri list- um, fylgt þessum banka fram á Jrennan dag. — En það voru gárungamir og öfundsjúkir menn, sem gáfu okkur nafnið Leikfélag ís- landsbanka. Við höfðurn gaman af því, þó að tilgangur þeirra hafi sennilega verið ann- ar. — Og nú er svo komið, að ég er orðinn einn eftir af starfsmönnum bankans, sem enn er að dufla við leiklistargyðjuna. Hér lauk viðtalinu við Brynjólf Jóhannes- son. Ég þakkaði honum skemmtilega fræðslu og nú vona ég að aðrir geti notið hennar með mér. G. H. 22 BAN KABLAÐ IÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.