Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 29

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 29
LANGUM STARFSFEMILL VIÐTAL VIÐ ÞÓRARINN NIELSEN. Þórarinn Nielsen, bankafulltrúi, er sá mað- ur í Útvegsbankanum sem lengstan starfs- feril á að baki sér, sem bankamaður. Á rniðju næsta ári hefur hann starfað 40 ár í bankan- um. Þar sem Bankablaðið er að þessu sinni helg- að Útvegsbankanum og starfsliði hans ein- göngu, fannst mér vel viðeigandi að líta inn til Þórarins og mælast til þess, að hann segði okkur frá einhverju úr sínum langa starfs- ferli. Tók hann mér hið bezta, eins og hans er venja. Þú komst í bankann árið sem fyrri heimsstyrjöldin braust út. Vildurðu ekki segja okkur það sem þú manst frá fyrsta starfsdegi þínum í útibúi íslands- banka á Seyðisfirði? Þetta er rétt hjá þér, en nánar tiltekið byrjaði ég að starfa í útibúi íslandsbanka á Seyðisfirði þann r. júlí 1914. Starfstíminn var þá frá kl. 10 f. h. til kl. 2 e. h., og svo aftur frá kl. 4 e. h. til kl. 7 e. h. Bankaútibúið. var opið vegna afgreiðslu frá kl. ri f. h. til kl. 2 e. h., en í raun og veru var þessi regla unr afgreiðslutímann aðal- lega í gildi gagnvart bæjarmönnum. Utan- bæjarmenn voru yfirleitt afgreiddir hvenær sem var í starfstímanum, ef þeir óskuðu þess og ætluðu úr bænum samdægurs. Þegar ég kom í útibúið, var starfsliðið að- eins: gjaldkeri og bókari, svo og útibússtjóri. Það lá því fyrir mér strax á fyrsta degi að byrja í afgreiðslunni, auðvitað með tilsögn bókarans, og er mér það minnisstætt enn þann dag í dag, að það fyrsta sem ég gerði var að bókfæra úttekt úr sparisjóði, og þá jafnframt að færa hina útteknu upphæð í sparisjóðsbók viðskiptamannsins, og er ég hafði lokið þessari fyrstu afgreiðslu sagði ég við bókarann: „er þetta þá búið,“ en bókarinn svaraði: „já, þetta er nú allur galdurinn". Aðrar einstakar afgreiðslur þennan fyrsta dag eru mér ekki eins minnisstæðar. Þó minn- ist ég þess, að þegar afgreiðslutíminn var úti, hafði ég haft kynni af flestum deildum úti- búsins. Kl. 4 e. h. voru svo allir mættir aftur, en þá var byrjað að vinna að uppgjöri fyrra misseris ársins, og var það mikið verk fyrir svo fámennt starfslið og ekki voru vélar í þá daga til að létta starfið. Verstar voru þó tafir þær, sem við liöfðum af utanbæjarmönn- um, er alltaf sóttu á með að fá afgreiðslu, enda þótt enginn afgreiðslutími væri eftir kl. 2. Kl. 7 e. h. var öllu pakkað saman og dags- verkinu lokið. Hver var orsök þess, að þú fluttist til Reykjavíkur? A þeim árum, sem ég starfaði í útibúinu, var það venja, að einn af þáverandi banka- stjórum aðalbankans í Reykjavík kæmi einu sinni á ári til útibúanna í eftirlitsferð. Banka- stjórinn valdi jafnan sumarmánuðina til þessara ferðalaga, og hagaði þá ferðum sínum venjulega þannig, að hann þyrfti ekki að dvelja á Seyðisfirði lengur en 1 eða 2 daga. Þar eð tírninn var svo takmarkaður, leitaði hann jafnan til starfsmanna útibúsins um að- stoð við starf sitt, og kynntist þá starfsmönn- um urn leið. BANKABLAÐIÐ 23

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.