Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 38

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 38
Þálttakendur Ú tvegsbankamanna i útvarpsþœttinum: Hver veilf hinn 6. janúar s. I. Talið frá vinstri: Halldór J. Þ. Halldórsson, Adolf Björnsson, form. fél., Gunnlaugur Björnson, Sveinn Asgeirsson, stjúrnandi þáttaritis, Sverrir Tlwroddsen, Guðjón Halldórsson, Einar E. Kvaran. Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu, hefur starfsfólk Útvegsbankans keypt sumarhús ásamt miklu landi í Lækjarbotnum. — I vor hófu þrír heimilsfeður garðyrkjustörf í þessu nýja landi sínu, en það voru þeir Matthías Guðmundsson, sem hafði alla forustu um fram- kvæmdirnar, Sigurður Guttormsson og Sigurð- ur Sigurgeirsson. Hér við hliðina er mynd af þeim tveim fyrstu. Er þess að vænta, að haust- verk þessara bjartsýnu áhugamanna verði eigi síður ánægjuleg en vorverkin voru, og upp- skeran verði þeim mikil og góð búbót. Njóti þeir svo heilir handa. Hjá iðnrekenda nokkrum hér í bæ hafði brotnað vals í vél. Hann hringir til góðkunn- ingja síns í bankanum, sem er fróður mjög í flestu því, er viðkemur verzlun, til þess að fá að vita hver muni hafa umboðið fyrir þá verk- smiðju er framleitt hafi vélina. Eftir að hafa fengið greinargóðar upplýsingar um þetta spyr maðurinn hvort valsar muni vera á frílista. Það er nú eftir því hvort þeir eru spilaðir eða sungnir svaraði bankamaðurinn. Prentsmiðjan ODDI h.f. 32 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.