Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 16

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 16
Bankastjóri Jón G. Maríasson, bauð full- trúa velkomna í nafni framkvæmdarstjórn- ar bankans. Var síðan set/.t að borðunt og notið góðra veitinga. Jón Maríasson, bankastjóri, flutti við þetta tækifæri ræðu, þar sem hann minnti fulltrúana á rnjög mikilvægt mál og hvatti þá til að ræða þetta mál á fundi sínum síðar um daginn og skipa nefnd í niálið. Bankastjórinn sagði m. a. að mál Jætta hefði verið lengi sitt áhuga- mál og hét Javí sínum stuðningi, jafnframt sem hann sagði að Jæssu máli hefði verið hreift áður, en Jtað var bankamannaskóli og fræðslustarfsemi. Ræðu bankastjórans var vel fagnað af fulltrúunum og Jtakkaði Adólf Björnsson velvildarhug bankastjórans til bankastarfsmanna fyrr og síðar. Jafnframt þakkaði hann framkvæmdarstjórn Lands- bankans virðulegt og höfðinglegt hóf. í hófi Jæssu var og aðalbókari bankans Svanbjörn Frímannsson, en hann var um skeið stjórn- arfulltrúi í S. í. B. Sunnu dagsfu ndurinn. Eyjólfur Jónsson, lögfræðingur, flutti er- indi um væntanlega löggjöf um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Taldi ræðumaður að hér væri um að ræða mikils- vert mál fyrir opinbera starfsmenn. Skýrði hann frumvarpið og gerði grein fyrir ein- stökum greinum Jtess. Taldi ræðumaður að með Jtessari löggjöf væri merkum áfanga náð og að opinberir starfsmenn væntu sér mikils af þessari löggjöf. Ræðumanni var þakkað ágætt erindi og svaraði hann fyrirspurnum frá fundar- mönnum. Frœðslumál. í lramhaldi af ræðu Jóns Maríassonar, bankastjóra, flutti formaður sambandsins, Adólf Björnsson, tillögu um nefndarskipan til að athuga og gera tillögur urn fyrirkomu- lag og skipan fræðslu- og bankamannaskóla á vegum Sambandsins og að starfsmanna- félögin tilnefndu einn mann hver í nefnd til að undirbúa og vinna að íramgangi máls- ins. Tillagan var einróma sanijjykkt. Stjórnarkosning. LJppstillingarnelnd hafði gert tillögur um skipan stjórnar og annarra trúnaðar- starfa fyrir næsta kjörtímabil og voru til- lögur hennar samþykktar með lófataki. For- maður sambandsins var kjörinn Þórliallur Tryggvason, meðstjórnendur voru kjörnir Einvarður Hallvarðsson, Adólf Björnsson, Sverrir Thoroddsen, og Bjarni Magnússon. Varastjórn var kjörin: Sigurbjörn Sig- tryggsson, Garðar Þorhallsson, Þormóður Ögmundsson og Kristín M. Kristinsdóttir. Fráfarandi formaður Adólf Björnsson, árnaði hinum nýkjörna formanni allra heilla í starfi, Jjakkaði meðstjé>rnendum gott samstarf og Jjá sérstaklega, Hannesi Pálssyni, ágætt samstarf, en hann hvarf nú úr sambandsstjórn. Þórhallur Tryggvason, formaður sambandsins, Jjakkaði traust Jjað sent honum var sýnt með formannskjörinu og Jjakkaði fyrv. sambandsstjórn ágætt starf. Fundarslit. Ritari fundarins, Guðjón Halldórsson, las upp gjörðabók og var hún samþ. einróma. Fyrri fundardagurinn var kvikmyndaður af Jjeim Haraldi Ólafssyni og Svavari Jóhannssyni, Búnaðarbankanum. Fundarstjóri, Sigurbjörn Sigtryggsson, Jjakkaði fundarmönnum ánægjulega sam- veru og ágæta fundarsókn og sagði Jjessum fulltrúafundi Sambands íslenzkra banka- manna slitið. 6 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.