Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 19
FIMMTUGSAFMÆU Svanbjörn Frímannsson aðalbókari Landsbanka íslands, varð fimmtugur 14. júlí síðastliðið sumar. Hann er fæddur á Akureyri 14. jtilí 1903 og ólst þar upp. Að loknu gagn'fræðaprófi á Akureyri vor- ið 1920 varð hann starfsmaður við útibú íslandsbanka þar á staðnum. Síðan hefur Svanbjörn stundað bankastörf nær óslitið eða um 30 ára skeið. Fyrst starfaði hann hjá íslandsbanka og síðan Útvegsbankanum á Akureyri frá 1920 til 1935. Þá sagði hann lausu starfi sínu þar, fór utan og dvaldist við nám í London. Svanbjörn Frímannsson varð starfsmað- ur Landsbanka íslands 11. marz 1936. Var settur skrifstofustjóri og aðalféhirðir bank- ans árið eftir og skipaður aðalféhirðir árið 1938. Hann fékk leyfi frá því starfi og var skipaður formaður Viðskiptaráðs í ársbyrj- un 1943. Því starfi gegndi hann þar til hann tók við aðalbókarastarfinu 1. des. 1945. Svanbjörn hefur gegnt ýmsum fleiri störf- um en þeim, sem hér liafa verið talin, t. d. hefur hann nú síðari árin oft gegnt störf- um bankastjóra Landsbankans í forföll- um þeirra. Það er enn of snemmt að rekja starfs- feril Svanbjarnar Frímannssonar. Hann er enn á bezta aldri og á vafalaust eftir, hér eftir sem hingað til, að vinna mörg og mikil- væg þjóðnytjastörf. Það skiptir rnjög miklu, í okkar litla þjóðfélagi, hvernig menn rækja störf sín, hver á sínu sviði. Ég hygg að þeir sem til þekkja, muni vera sammála um það, að Svanbjörn Frímannsson hafi rækt sín störf, sem yfirleitt hafa verið vandasöm trúnaðarstörf, með þeim hætti að til fyrir- myndar mætti vera mörgum öðrum. Enda er óhætt að segja, að hann nýtur óskoraðs trausts bæði yfirmanna sinna, starfsfélaga og einnig viðskiptamanna bankans. Svanbjörn er einnig góður félagsmaður í Starfsmannafélagi bankans og tekur mik- inn þátt í öllu félagslífi starfsmanna. Þótt þetta blað sé nú seint á ferðinni vil ég biðja það að flytja Svanbirni Frímanns- syni beztu heillaóskir í tilefni fimmtugs- afmælis hans. E. H. Inéibjörg Björnsdóttir, gjaldkeri í Landsbanka íslands varð fimmtug 14. sept. s. 1. Ingibjörg á langt starf að baki í bankanum og hefur gætt kassans með prýði á liðnum árum. Um áramótin á hún 30 ára starfsafmæli í bankanum. BANKABLAÐIÐ 9

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.