Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 24
Sentralorganisasjon, sem er í stöðugum vexti og saman stendur af ca. 30000 manns. Þau sambönd, sem stóðu utan við L. O., voru í raun og veru undirseld tilneyddum gerðardómi, þar til atvinnulögunum var, fyrir tilstilli F. S. O., breytt í það horf, að frjálsir gerðadómar séu heimilaðir, og þá leið geta öll sambönd notað sér án tillits til þess hvort þau eru aðilar að hinum stóru samböndum eða ekki. Forsendur fyrir áfrýj- un til hinna frjálsu gerðadóma eru þær, að báðir aðilar séu sammála um tilstuðlan þeirra og að samningaumleitanir um verð- skrárendurskoðun hafi reynzt árangurs- lausar. Eystein Jarnfeldt tók því næst við fund- arstjórn og gaf Svend Hallnás orðið, er flutti skýrslu frá Svenska Bankmannaförbundet. Félagar sambandsins eru miðað við 31. marz 1953, 9804. Tillagið, sem félagarnir greiða, er fyrir meiri hluta þeirra 120 krón- ur á ári. Sambandsfundur ákveður hvað mikill hluti af tekjum þess, skuli renna í sérstaka sjóði. Sambandið samanstendur af 150 deildum, sem eru milliliðir milli aðal- stjórnarinnar og miðlimanna og starfa full- komlega sjálfstætt. Hin beinu samskipti stjórnarinnar og meðlimanna eiga sér stað með kennslu- og fræðslufyrirlestrum í hin- um ýmsu blöðum deildanna og einnig miss- eris- og vikulegum leshringum. Sambandið er aðili að TCO, Tjanstemánnens Central- organisation, en það telur 308.500 meðlimi frá 45 samböndum. Einnig er sambandið aðili að TBV, Tjánstemánnens Bildnings- verksamhet, er saman stendur af 22 sam- böndum með 223.000 meðlimum. Náms- starfsemi sambandsins er í örum vexti og það liefur orðið til þess, að ákveðið er að reisa nemendaheimili í sambandi við skóla TCO og TBV, er heitir „Bergendal“, til þess að auka hæfileika nemenda enn frekar. Rýrnun launanna, sem varð árið 1951, leiddi til þess að samningaumleitanir fóru fram á árinu 1952 og báru þær töluverðan árangur, eða almenna launahækkun er nam 16%. Samtímis var samið um, að stighækk- un vísitölunnar yfir 216 á grundvelli jöfn- unarinnar frá 1935, gæfi rétt til nýrra samn- inga á þessu ári. Þegar vöruverðið var orðið varanlegt í kringum 213, verða samninga- umleitanir ekki nauðsynlegar. Um áramótin 1952 og 1953 urðu hin stóru sambönd LO og TCO sammála um, að gera ekki kröfur um launahækkanir, með hliðsjón af útfluttningsiðnaði lands- ins, sem vegna hins mikla kostnaðar átti örðugt með samkeppni á heimsmarkaðin- um, ennfremur vegna þess, að launahækk- anir gátu valdið nýjum verðhækkunum. Það varð þó ljóst, að möguleikar urðu að skapast til að bæta hin lægstu laun. Sam- bandið hefur því óskað þess við bankana, að samið yrði á þessu ári um umbætur elli- launa, laun hinna yngri starfsmanna og jöfnun misræmis á launakjörum karla og kvenna. Varðandi starf samstarfsnefnda, hefur sambandið sent þeim fyrirspurnir til þess að það fengi greinilega vitneskju um starf nefndanna á hinum ýmsu sviðum. Árang- ur þeirrar rannsóknar sýnir, að samstarfs- nefndirnar uppfylla hlutverk sitt sem milli- liður milli bankanna og þeirra, sem þær eiga að vinna fyrir. Til þess að örva áhuga manna, hefur sambandið áformað að halda á hausti komanda fimm ráðstefnur um við- fangselnin. Þátttakendur verða 160 full- trúar starfsbræðra sinna í samstarfsnefnd- unum. Þá tók Bengt Ekström við fundarstjórn og gaf Charles Olsen orðið. Flutti hann skýrslu frá 14 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.