Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 25

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 25
Þátttakendur fulltrúafundarins. Frernri röð, talið frá vinstri: L. H. Christensen, Danmörku, Einvarður Hallvarðsson, íslandi, Ey- stein Jarnfeldt, Noregi, Anna Carlsson, Sviþjóð, Bengt Ekström, Sviþjóð og F. Burjam, Finnlandi. Aftari röð, talið frá vinnstri: A. IV. Irner, Danmörku, Sigurd Maurud, Noregi, Guðjón Halldórsson, Islandi, Rolf Sveen, Noregi, Garðar Þórhallsson, Islandi, Eino Toffela, Finnlandi, F. Wirrenbach, Danmörku, Aage Höjlund Christensen, Danmörku, Sven Hallnas, Sviþjóð, Olle Ahlberg, Sví- þjóð, Charles Olsen, Danmörku, Svend Olsen, Danmörku og Heikke Vourinen, Finnlandi. Danske Bankfunktionœrens Landsforening. Viðleitni sú, að koma á stöðugum hag- fræðilegum jöfnuði, er unnið hefur verið að hin síðari ár, hefur borið þann árangur, að verðlag hefur tekið litlum breytingum. Vísitalan frá 1935 hefur því aðeins stigið um 5 stig árið 1952, en steig aftur á móti um 21 stig árið 1951, og af þeim ástæðum voru dýrtíðaruppbæturnar hækkaðar um 4,3 stig eða alls uppí 114,1%. Á yfirstand- andi ári hefur verðlagið tekið stefnu nið- ur á við, og hefur það leitt til þess, að vísi- talan frá 1935 hefur lækkað um 2 stig. Áhrif útreikninga á dýrtíðinni fyrir árið 1954 gætir þó fyrst í október-vísitölunni. Með hliðsjón af sköttunum, sem lagðir eru á tekjur ársins sem leið, verður verðlags- fallið vonandi hægfara. Sambandið hefur starfað að heildarsamn- ingum og fengið þeim framfylgt. Þeir gengu þó fyrst í gildi eftir að samskonar samkomu- lag náðist við þrjá aðalbankana, sem höfðu hagnýtt sér rétt til að halda fastráðnum starfsmönnum utan við sambandið. Samn- ingur þessi, sent gerður var 11. nóv. 1952, hefur mikla þýðingu hvað snertir núgild- andi launasamning, þar sem réttindi og skyldur starfsmanna eru skilmerkilega fram sett. Tilhögun eftirlaunanna í bönkunum hvílir á tryggingarlegum grundvelli. Þeir greiða ekki eftirlaunatillög af heildarlaun- unum, sem vitanlega gerir hlunnindi starfs- manna minni. Flestir bankanna greiða þó árlega af rekstrinum dýrtíðartillög, með hliðsjón af eftirlaunalögunum. BANKABLAÐIÐ 15

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.