Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 39

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 39
mundi ég ekki eftir annari manneskju en Svölu, þetta var hún — hún var komin! — Mér til ama tók ég eftir, að ég hafði linýtt svart hálsbindi á mig um morguninn, en það varð að hafa það. Ég rauk til dyra og lauk upp. — Olga! það var hún, sem stóð við dyrnar, og rauða kápan hennar með loðkragann var snædrifin, því hríð var á. í leiftursýn sá ég bláan himinn hrynja í hafið, kalt og grátt, en upp úr því reis kona í rauðri kápu, eins og sker ... „Nú, ert það þú?“ hraut mér af munni, líkt og ég hefði verið vakinn af svefni. „Sæll,“ sagði hún. „Ertu einn heima?“ „Eins og þú sérð, fröken,“ svaraði ég og reif dyrnar upp á gátt. Hún hlaut strax að hafa séð það. — Við fengum okkur sæti á sama hátt og áður: hún á stólnum, ég á legubekknum. Og á þeirri stundu öðlaðist ég hinn napra skilning á atburðunum: Þeir voru runnir af hversdagsleikans rótum og óskum mín- um óviðkomandi. „Jæja, hvað gera þeir nú í bæjarstjórn- inni?“ spurði ég upp úr þurru til þess að hefna mín, og byrjaði að horfa á rauðan díl uppi í herbergismæninum. „Æ,“ kvartaði hún, „voðalega ertu leið- inlegur. Heldurðu að ég hugsi um pólitík?“ „Nei, nei. Fyrirgefðu, elskan. Mig minnti bara, að jtað væri hann Jón í Haga. En svo er hann þá dauður, jægar öllu er á botn- inn hvolft. — Annars hef ég nú fundið upp nýja heimspeki, algjörlega órígínala, eins og útlendingur. Hefurðu garnan af heim- speki, Olga?" Hún horlði á mig liissa og ráðalaus. „Hefurðu drukkið ]:>ig fullan, Hrafn?" spurði hún loks. Ég lét hana ekki slá mig út af laginu. „Líttu á Jænnan rauða díl,“ sagði ég og benti. „Á jtennan rauða díl horfi ég, jjangað til mér vitrast jtað, sem oss mönnunum Gleðileg jól! FARSÆLT NYTT AR! KEXVERKSMIÐJAN FRON H.F. Gleðileg jól! FARSÆLT NÝTT ÁR! TÓBAKSBÚÐIN LONDON Gleðileg jól! FARSÆLT NÝTT ÁR! ÁSG. G. GUNNLAUGSSON Cr CO. Gleðileg jól! FARSÆLT NYTT AR! Áburðarsala ríkisins GRÆNMETISVERZLUN RIKISINS BANKABLAÐIÐ 29

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.