Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 41

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 41
sumir væru hamingjusamir í lííinu og dauð- anum — „En það er vetur núna,“ sagði hún hrygg. „Eg hei' aldrei vetur í minum löndum,“ svaraði ég, og svo lét ég aftur augun, svo ég sæi sumarið betur. — Hún liélt, að ég væri svona syfjaður, og þá vaknaði móðurtilfinningin, sem svaf í brjósti hennar. „Viltu, að ég búi um þig?“ spurði hún. Eg reyndi að loka úti hlýjuna í rödd henn- ar, en hún snerti mig samt. „Já,“ svaraði ég dreymandi, eins og þreytt barn. Svo bjó hún um ntig og ég afklæddi mig, og hún breddi ofan á mig betur en ég gat sjálfur gert. Því næst fór hún í kápuna og gekk fram að dyrunum. „Góða nótt,“ hvíslaði hún og tók í hurð- arhúninn. Þá sneri hún sér við og leit á ntig. Augu hennar voru full af vatni, Jrau litu út eins og tvö blikandi stöðuvötn í ljósbirtunni, og allar mínar hugsanir og þrár drukknuðu í Jtessunt vötnum. Eftir lifði ástríðulaus, óskilgreinanleg hryggð. Höfuð mitt var heitt og tómt og vitundin liðin inn í rökkvaða kyrrð. Stúlkan lauk upp hurðinni. Hún sendi mér eitt langt tillit, en svo hneig Jrað til baka og slokknaði djúpt inn í augum hennar, og Jrar var ekk- ert lengur að sjá, utan rnyrkur og tóm. Augnabliki síðar heyrði ég lnirð lokast hljóðlega. Hún var farin. „Vertu sæl, 01ga,“ hrópaði ég í huganum. „Þú ert góð stúlka. Ég vildi, að þér vegnaði vel í lífinu." - --- - J ólatréssltemmtanir verða nú eins og að nndanförnu ) haldnar á vegum starfsmanna- ' félaganna, og verða þær nánar / auglýstar í bönkunum. / s\!4_ Gleðileg jól! FARSÆLT NYTT AR! VERZLUN HALLA ÞORARINS H.F. Gleðileg jól! FARSÆLT NÝTT AR! FLUGFELAG ISLANDS H.F. Gleðileg jól! FARSÆLT NYTT AR! LARUS G. LUÐVIGSSON Gleðileg jól! FARSÆLT NÝTT ÁR! í MALARINN ; •■+ BANKABLAÐIÐ 31

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.