Bankablaðið - 01.07.1974, Síða 25
stofnanir, þar sem ekki eru starfsmanna-
félög.
Ekki getur nema eitt félag við hvem
hanka eða sparisjóð orðið aðili að sam-
bandinu.
Ekki telst það félag, sem hefur færri
en 5 félaga.
6. grein fjallar um sambandsþing og full-
trúakjör og þar segir:
Sambandsþing kjörið af aðildarfélögun-
um fer með æðsta vald í málefnum sam-
bandsins. Þingfulltrúar skulu kosnir fyrir
hvert reglulegt þing, sbr. 7. gr., til tveggja
ára í senn. Skal hvert félag kjósa einn full-
trúa fyrir liverja tuttugu félagsmenn eða
minna og jafnmarga til vara, miðað við til-
kmnt félagatal liinn 1. janúar þingárs, sbr.
11. grein. Við kjör þingfulltrúa ber að
velja menn til þingsetu, utan höfuðborgar-
svæðisins, í blutfalli við fjölda félags-
manna þar.
4. málsgrein 7. greinar hljóðar svo:
Rétt til þingsetu bafa, auk himia kjömu
fulltrúa, einstakir félagar sambandsins ut-
an aðildarfélaganna. Á sambandsþingi
skulu allir liafa málfrelsi og tillögurétt,
en atkvæðisrétt liafa aðeins kjömir full-
trúar úr félögum, er hafa minnst 10 með-
limi.
Eg hef þar með lokið lestri þeirra greina
úr lögmn S. 1. B., sem mér sýnist, að
fyrst og fremst mundu breytast við stofn-
un svæðasambanda, eða mimdu verða sam-
bandsstjórn auðveldari í framkvæmd við
stofnun þeirra.
Svæðasamböndin eru þannig hugsuð,, að
landinu verði skipt upp í ákveðin svæði.
Tillögur um svæðaskiptingu eru ekki end-
anlega mótaðar, en má telja verðugt verk-
efni fyrir starfsliópana nú á eftir að mynda
sér skoðanir inn og koma fram með hug-
myndir.
Starfsfólk banka og sparisjóða á bverju
einstöku svæði skal stofna með sér félag,
þau félög yrðu síðan einu réttu aðilar að
Sambandi íslenskra bankamanna.
Með þessum liætti mundu nást fram
tvö mikilvæg atriði til eflingar samband-
inu og það er, að tryggt yrði, að allir
starfsmenn banka og sparisjóða ættu að-
ild að sambandinu og allir nytu þar sama
réttar, allir meðlimir hefðu atkvæðisrétt.
Auk þess yrði þetta skipulag til þess að
tryggðir yrðu möguleikar allra staðbund-
inna sjónarmiða, til að fá að koma fram
á þingiun S. I. B., sem fer með æðsta vald
í málefnum sambandsins.
Höfuð tilgangur þessara svæðabundnu
félaga eða svæðasambanda, livort sem
menn vilja kalla heldur, yrði sem sagt
cá, að eiga aðild að sambandi íslenskra
bankamarina, ineð ábrifamátt í atkvæða-
greiðslum í réttu hlutfalli við félagatal
bvers um sig. En þótt það væri liöfuðtil-
gangurinn hljóta ýmsir aðrir möguleikar
að skapast til eflingar félagsstarfi á við-
komandi svæði. Nýting slíkra möguleika
yrði að sjálfsögðu misjöfn eftir bugmynda-
auðgi og dugnaði þeirra, sem til forystu
veljast og almennum áliuga.
Hitt fer ekki á milli mála, að slík svæða-
félög niyndu á margarn liátt auðvelda Sam-
bandi íslenskra bankamanna að rækja
skyldur sínar við félaga sína, skyldur sem
fram komu liér áður í 2. grein laga S. I.
B., er fjallaði um tilgang sambandsins og
má þar benda á þetta, að vinna að því
að samræma kjör þeirra, að vinna að
aukinni alhliða menntmi með m. a.
fræðsluerindum og námskeiðum. Og ítrek-
að bendi ég á, að með þessu móti yrði
Samband íslenskra bankamanna samein-
ingarafl allra starfsmanna banka og spari-
sjóða landsins. Eins og nú er, eða miðað
BANKABLAÐIÐ — 23