Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 2

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 2
2 Forystugrein Kiaramálin Cióðir félagar. Svo sern félagsmönnum er kunnugt, sögðuni \ ið kjarasamningi okkar upp í lok maí s.I. og settum fram nvjar kröfur. Til dagsins í dag, þ.e. 20. september, þegar þettaersett á blað. hefur lítíð sern ekkert gerst, sem bendir til þessað nýr kjarasamningur sjái dagsins Ijós í þessuin mánuði. liankarnir hafa haldið að sér höndurn og stöðugt vísað til þeirra erflðleika seirr á því væru að semja við okkur. Þeir tala hástöfum um önnur verkalýðs- félög og þá forsendu að þau verði fyrst að semja, áður en hægt sé að ganga til samninga við okkur. Þessu höfum við harðlega neitað og vísað til sjálfstæðs samningsréttarokkarog þá skyldu þeirraað ganga til samninga viðokkur. Við höfum gert þeim grein fyrir því, að nú verði sarnningar ekkj dregnir í marga mánuði og við munum beita öllum liltækum ráðum lil að vera ekki samnings- laus. Við hljóturn að vera minnttgsíðustu samninga og þeirrti litlu kjarabóta, sem þeir skiluðu okkur og þó aðeins í stuttan tíma. Það voru aðeins rúmir tveir mánuðir liðnir frá þ\ í við fengum okkar 0.12% meðaltalshækkun, þar til ríkisvaldið hafði hreinlega þurrkað hana út. þ.e. með skerðingunni 1. mars 1981. Það þurfti verkfall til að fá þessa prósentu í desernber og það þurfti að leita til dómstóla til að fá fram þá leiðréttingu, sem við gerðum kröfu til í fébrúar og fengurn með dórni seint í ágúst s.l. Afstaða bankanna til að gera við okkur kjarasamning er sérkennileg. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að þeir eru skyldugir til að gera við okkur samninga, að við erutn sjálfstætt verkalýðsfélag og við sætturn okkur ekki við þau kjör, sem okkur er boðið upp á nú. Þeir skilja vart, að sá samningur sem í gildi er á hverjum tíma er lágmarks- samningur og þeir hafi frjálsar hendur til að víkja frá honum i átt til hækkunar. Þeir skilja ekki að bankafólk fylgist nieð því sein er að gerast í þjóðfélaginu og veit að launaskalar eru að verða úreltir til mats á heildarlatinum launamanna. Þeir vilja ekki vita hvað er að gerast í öðrum verkalýðsf élöguin þegar um er að ræða sérsamninga og ákvörðun á bónusum og uppbótum, ekki heldur um yfirborganir aðrar, sem eiga sér alls staðar stað, meira að segja í störfum hjá ríki og sveitarfélögum, sem þeir vilja meina að okkar störf séu helst til viðtnið- unar við. Nei, þeir vilja ekki hafa sjóndeildarhring sinn víðan þegar um kjaramál er að ræða. Framkoma bankanna gagnvart bankamönnum í þessu rnáli hefur verið með öllu óviðunandi og er mælirinn nú senn fullur. Við ættum öll að fara að búa okkur undir hörð átök á næstu vikum; búa okkur undir að sækja rétt okkar ef ekki með góðu þá með hörku og af fyllstu eindrægni. Bankamenn hafa sýnt og sannað að þeir geta staðið satnan og þeir murui einnig gera það nú. Eðlilega eru bankainenn skiptrar skoðunar uin, hvað út úr samningi skuli korna, ett við skulum standa saman og gera hlut hans sem bestan. í því sambandi skiptir miklu máli að fólk beri traust tif þeirrar 10 manna samninga- nefndar, sem nú er starfandi ogskipuðer úrvals fólki, svoog til stjórnar SIB og formanna starfsmannafélaganna. Þetta fólk mun reyna að vega og meta hvað okkur er fýrir bestu á hverjum tíina. Svcinn Sveinsson. FRÁ STJÓRN SÍB Ráðstefna Stjórn SÍB hefur ákveðið að næsta ráð- stefna sambandsins fjtilli um jafnréltismál í bönkum. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loft- leiðum í Reykjavík, dagana 28. og 29. janúar 1982. Gert er ráð fyrir að þátt- takendur verði um 40. Stjórnin hefur skipað undirbúnings- nefnd að ráðstefnunni ogsitja í henni þau Kristín Jónsdóttir, Alþýðubankanum, Sigrún Ólafsdóttir, Landsbankanum og Liríkur Guðjónsson, Búnaðarbankanum. Fulltrúi stjórnar SIB í nefndinni er Margrét Brynjólfsdóttir, ritari SÍB. Nefndin hefur þegar tekið til starfa við undirbúning ráðstef nunnar. Dagvistunar- heimili A þingi SIB í vor var gerð ályktun um dagvistunarheimili. Stjórn SIB var faliðað setja á fót nefnd, sem starfsmannafélögin tilnefni í einn mann hvert. Verkefni nefndarinnar verði ;tð kanna möguleika á sameiginlegum dagvistunarheimilum fyr- ir börn bankamanna. Nefndin skili áliti til SÍB fyrir árslok 1981. Starfsmannafélögin hafa nú tilnefnt í nefndina og hefur hún tekið til starfa. Fyrsta verkefni nefndarinnar verður að gera könnun á dagvistunarþörf barna fél- agsmanna SIB. Námskeið í blaðamennsku Fyrirhugað er að halda námskeið í blaða- mennsku á vegum SIB í janúar næstkom- andi. Námskeiðið er ætlað áhugamönn- um, sem síðan myndi eins konar ritnefnd Bankablaðsins, vinni efni í blaðið og veiti því liðsinni á annan hátt. Þetta er ekki sist mikilvægt í ljósi þess, að Bankablaðinu er ætlað að koma út 4 sinn- um á ári framvegis. Námskeið þetta verð- ur auglýst síðar.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.