Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 5

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 5
5 Hvað segjaþau? Guðrún Ásgeirsdóttir, bókari í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis. Hún hefur starfað rúm tvö ár í banka og er í stjórn starfs- mannafélagsins. 1) Eg tel að knýja beri á um samninga sem allra fyrst. 2) Að kaupmáttur ráðstöfunartekna auk- ist. Guðmar Hauksson, vinnslustjóri í Reiknistofu bankanna. Hann hefur starfað hjá RB í 4 ár og er í varastjóm starfsmannafélagsins. 1) Við hljótum að þrýsta á um að samið verði innan eðlilegra tímamarka, sem teljast þá í vikum, en ekki mánuðum, a.m.k. mega samningar ekki dragast úr hömlu, eins og gerðist við síðustu samninga. Bið eftir samningum annarra stéttarfélaga er því hæpin að mínu mati, þótt það sé sjálfsagt að fylgj- ast með kröfugerð þeirra og fram- vindu samninga almennt. 2) Megináherslu ber auðvitað að leggja á beina kauphækkun og aukna mögu- leika á þrepa- og flokkahækkunum. Hins vegar þarf líka að leggja mun meiri áherslu en gert hefur verið á kröfur mn þátttöku starfsmanna í ákvarðanatöku þeirrar stofnunar, sem þeir vinna við, a.m.k. um mál, sem sér- staklega snerta starfsmenn, umhverfi þeirra og störf. Pálína Kristinsdóttir, kerfisfræð- ingur hjá Iðnaðarbanka Islands. Hún hefur starfað sjö ár í banka og átt sæti í stjórn starfsmannafé- lagsins. 1) Ég tel rétt að knýja á um samninga sem fyrst og ekki að híða eftir einhverju, sem við vitum ekki hvað verður. Mér þykir kröfugerð okkar mjög sanngjörn og tel ég að það ætti ekki að vera mjög erfitt að semja um þessi kjör. Verði þróunin sú að önnur stéttarfélög nái hagstæðari samningum finnst mér að við þurfum að hafa ákvæði í okkar samningum um sambærilegar hækk- anir eða uppsögn á þeirn. 2) SIB ber skilyrðislaust að leggja áherslu á hærri laun og bæta við tveimur launa- flokkum í töflu. Eiríkur Guðjónsson, bankaritari í Búnaðarbanka Islands. Hefur starfað í þrjú ár í banka. 1) Það er augljóst mál að við töpum á hverjum deginum sem líður án samn- inga okkur til handa. Þannig að ég álít það vera brýnt að knýja fram samninga sem allra fyrst. Raunar er það ekki ein- ungis kjaraatriði, heldur einnig for- senda fyrir því að við getum talist sér- stakt verkalýðsfélag, að við látum það ekki verða hefð, að okkar samningar verði eins og sérstök grein aftan við samninga þá sem BSRB menn láta bjóða sér á hverjum tíma. Eins sakar ekki að það komi fram hvort að við erum að semja við aðila sem hafa raun- verulegt umboð til þess að semja við okkur. Ef þeir treysta sér ekki til þess að fara að byrja að tala við okkur í alvöru, þá verður að reyna á hverja þýðir í raun fyrir okkur að semja við, og hverjir hafa völdin. 2) Raunhæfa grunnkaupshækkun upp launastigann. Valgerður Kristjánsdóttir, einka- ritari í Samvinnubanka Islands. Hefur starfað rúm 7 ár í banka og er í stjórn starfsmannafélagsins. 1) Að sjálfsögðu á að knýja á um samn- inga sem allra fyrst. Það stoðar ekkert að bíða í nokkra mánuði eða rúmt ár eins og í síðustu samningum, og fá þá svo til enga leiðréttingu á launum. Það er líka ógerningur að sjá fram í tímann hver þróunin á almennum vinnumark- aði verður, en einhverjir verða að byrja, og er það von mín að væntanleg- ir samningar okkar verði öðrum stuðn- ingur í kjarabaráttu sinni. 2) Ég tel að ekki bara' SÍB heldur allur almenningur eigi heimtingu á að kaup- máttur launa rýrni ekki og að eigi að vera rauði þráðurinn í komandi samn- ingum.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.