Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 7

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 7
7 32. þing Sambands íslenskra banka- manna var haldið að Hótel Loftleið- um í Reykjavík dagana 10. og 11. apríl 1981. 65 fulltrúar frá 14 aðild- arfélögum sátu þingið og auk þess áttu sæti á þinginu áheyrnarfulltrúar frá Starfsmannafélagi Sparisjóðs vélstjóra og Starfsmannafélagi Þjóð- hagsstofnunar. Stjórn SIB hafði veitt þessum félögum aðild að samband- inu og var sú ákvörðun staðfest á þinginu nú. Skipting þingfulltrúa milli aðildarfélaga var sem hér segir: Félag starfsmanna Landsbanka Islands 21 fulltrúi, Starfs- mannafélag Utvegsbankans 8 fltr., Starfs- mannafélag Búnaðarbankans 8 fltr., Starfsmannafélag Samvinnubankans 4 fltr., Starfsmannafélag Iðnaðarbankans 4 Iltr., Starfsmannafélag Seðlabankans 4 fltr., Starfsmannafélag Verzlunarbankans 3 fltr., Starfsmannafélag Reiknistofu bankanna 2 fltr., Starfsmannafélag Spari- sjóðs Hafnarfjarðar 2 fltr., Starfsmanna- félag Alþýðubankans 2 fltr., Starfsmanna- félag Sparisjóðsins í Keflavík 2 fltr., Starfs- mannafélag Framkvæmdarstofnunar rík- isins 2 fltr., Starfsmannafélag Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 2 fltr. og Starfs- mannafélag Sparisjóðs Kópavogs 1 full- trúi. Fimmtán gestir sátu þingið, þrír fyrr- verandi formenn SÍB þeir Einvarður Hall- varðsson, Adolf Björnsson og Bjarni G. Magnússon og auk þeirra Guðjón Jónsson frá ASÍ, Kristján Thorlacius frá BSRB, Valdimar Kr. [ónsson frá BHM, Ingólfur Stefánsson frá FFSI, Kristín Jónsdóttir, Alþýðubankanum, Björn Tryggvason, Reiknistofu bankanna, Dag Thorkildsen og Fredrik Ihlen jr. frá Norska banka- mannasambandinu, Jess Pedersen frá Danska bankamannasambandinu og Ove- Hygum Andersen frá Sambandi starfs- manna danskra sparisjóða. Auk venjulegra þingstarfa voru aðalmál þing'sins kjaramál, fræðslumál, með- ákvörðunarréttur, jafnréttismál og tækni- væðing. Samþykktar voru ítarlegar álykt- anir í öllum þessum málaflokkum og eru þær birtar á öðrum stað í blaðinu. Nokkrir stjórnarmanna fráfarandi stjórnar gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. 1 stjórn Sambands íslenskra bankamanna til næstu tveggja ára voru kjörin: Sveinn Sveinsson, formaður, Hinrik Greipsson, 1. varaformaður, Jens Sörensen, 2. vara- formaður og meðstjórnendur Margrét Brynjólfsdóttir, Kjartan Nielsen, Anna María Bragadóttir og Helgi Hólm. I vara- stjórn voru kjörin: Hólmfríður Guð- mundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Asdís Gunnarsdóttir og Gísli Jafetsson. 32. ÞING SIB Samþykkfi ítarlegar ályktanir um k jaramál — meðákvörðunarrétt — fræðslumál — útgáfumál — jaf nréttismál — f élagsmál og málefni fatlaðra Ný stjórn sambandsins A þinginu var kjörin ný stjórn fyrir SÍB og sést hún hér á stjórnarfundi.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.