Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 26
26 Hinrik Greipsson B>ING FINNSKA BANKAMANNA SAMBANDSINS PANKKITOIIVIIHENKH-ÖLlrTTO | BANKIW ANNAFÖRBUNDETny. yhtenAist/ jArjestövoimaa Hinrik Greipsson Fimmta þing fínnska bankamanna- sambandsins var haldið daganna 18. til 20. maí s.l. á hótel Aulanko í Tava- stehus, sem er skammt utan við Hels- inki. Þing þetta var um leið 50 ára af- mælisþing fínnskra bankamanna. SÍB fékk boð um að senda fulltrúa til þingsins og varð undirritaður fyrir valinu, m.a. vegna þess að skömmu áður hafði verið ákveðið að ég yrði fulltrúi S.Í.B. áþingi sænskra bankamanna eins og fram kemur síðar. Þing fínnska bankamannasambandsins var sett kl. 11.00 að morgni mánudagsins 18. maí. Til þingsins hafði verið boðið gestum frá öllum hinum norrænu banka- samböndunum, svo og fulltrúum frá B.I.F.U., sem er breska banka- og trygg- ingamannasambandið ogF.I.E.T., sem er alþjóðasamtök skrifstofufólks og öll sam- bönd bankamanna á norðurlöndum eru orðnir aðilar að, að S.I.B. undanskildu. Þá var einnig fjöldi finnskra gesta. Það sem vakti athygli mína var hinn gífurlegi fjöldi kvenna á þinginu, en þær voru ca. 200 af 227 þingfulltrúum, enda kannske ekki óeðlilegt þar sem banka- menn í Finnlandi eru yfir 90% kvenfólk. Hefðbundin þingstörf fóru fram þenn- an dag svo sem skýrsla stjómar og gjald- kera, síðan var þingfulltrúum skipt í smærri hópa, sem tóku til við ályktanir og tillögur sem fyrir lágu. Gestir fengu frí seinni hluta dagsins og var boðið til móttöku hjá framkvæmdastjóra finnska sambandsins, Raimo Pohjaváre og þar fluttu allir gestirnir finnska sambandinu árnaðaróskir í tilefni afmælisins og færðu finnska sambandinu gjafir. Gjöf frá S.I.B. var steinleirsveggskjöldur með íbrenndum íslenskum villijurtum. Daginn eftir héldu þingstörf áfram, en gestum var boðið í rútuferð um næsta nágrenni og m.a. skoðaðar Iittala verk- smiðjurnar. Síðdegis þennan dag var móttaka hjá formanni finnska banka- mannasambandsins Pauli Salmio og í framhaldi af því var boðið til hátíðar- kvöldverðar í tilefni afmælisins og var þar á boðstólum Ijúffengur kvöldverður og hafði verið sérstaklega tilþessa kvölds vandað. Fyrir hönd okkar gestanna þakk- aði formaður norska bankamannasam- bandsins Fritz P. Johansen, fyrir frábær- ar móttökur og gestrisni finnanna. Dag- inn eftir fór fram afgreiðsla nefndarálita og tillagna og samþykkt stefnumörkun næstu 3 árin, þá var einnig samþykkt að Ptl gerðist aðili að F.I.E.T. frá og með næstu áramótum. I lokin fór fram kosn- ing stjórnar og var formaðurinn Pauli Salmio endurkjörinn til næstu þriggja ára með 195 atkvæðum, en mótfram- bjóðandi hans sem reyndar var kven- maður fékk aðeins 32 atkvæði. 5. þingi finnska bankamannasam- bandsins var slitið um kl. 15.00 þann 20. maí og voru menn almennt ánægðir með

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.