Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 30

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 30
30 Gerðardómsmálið sé ákvæði uni að kjarasamningur skuli gilda minnst tvö ár. Til að auðvelda samn- ingsgerð til svo langs tíma liafi verið sett í samkomulagið ákvæði þess ef'nis að endurskoða mætti á samningstímabilinu launalið kjarasamningsins „að gefim sér- stöku tilefni" með tilliti til þeirrar þróunar, sem orðið haft á starfskjörum hjá fólki, sem vinni „við sambærileg störf. Hafi svo verið um samið til að tryggja að ekki kæmi til verulegrar kjararöskunar á löngum samningstíma. Nú hafi svo skip- ast, að um það bil tveim mánuðum eftir að gengið hafi verið frá kjarasamningi hafi verið óskað endurskoðunar á honum. Þó haft samningur þessi aðeins átt að gilda til loka ágústmánaðar 1981. Þá kveður varn- araðili tilefni endurskoðunarinnar vera óljóst. A þeim tveim mánuðum, er um ræðir hafi að vísu fallið dómur í máli B.H.M. og ríkisins, en sá kjaradómur hafi falið í sér minni kjarabætur en samningur bankamanna. Þá hafi einnig verið gerður viðaukasamningur við aðalkjarasamning B.S.R.Ii. og ríkisins, en hann getiekki talist tilefni til endurskoðunar. Varnaraðili kveður kjarasamning bankamanna hafa falið í sér um 7% launa- hækkun þegar tillit sé tekið til hækkunar á launastiga og vægi hans eftir fjölda starfs- tnanna í launaflokkum, hækkunar á or- lofsf ramlagi og starfsaldursálagi. Auk þess hafi verið greiddur kaupauki í janúar og febrúar, þannig að útgjaldaaukning bank- anna hafi verið yfir 8% á samningstíman- um. Aðalkjarasamning B.S.R.B. telur hann hafa falið í sér 3,5—4% hækkun og viðbótarsamninginn nálægt 2,6% hækk- un. Kjaradómurinn í máli B.H.M. og ríkis- ins hafi verið felldur eftir að almennir samningar og samningur bankamanna hafi legið fyrir og hafi hann falið í sér 6% hækkun. Hann telur að gefa þurfi því gaum frá hvaða tíma samningarnir gildi. Samningur bankamanna gildtfrá 1. ágúst 1980, aðalkjarasamningur B.S.R.B. frá sama tíma og viðbótarsamningur B.S.R.B. taki gildi í áföngum á árunum 1981 og kjaradómur B.H.M. gildi frá 1. desember 1980. A stuttum samningstíma vegi hver mánuður allnokkuð. Um hina almennu kjarasamninga segir varnaraðili að þeir hafi tekið gildi þrem mánuðum síðar en bankamannasamningurinn, en hafi þó legið fyrii 1 1/2 mánuði fyrir gerð þess samnings. Kauptaxta verkamannasam- bandsins kveður hann samsvara 3.-4. launafiokki bankamanna og séu tekju- hækkunar áhrif þeirra sögð 10—12%-, en hjá verslunar- og skrif stof ufólki 6,2%, sem sé lægri en í 8 neðstu flokkum bankastarfs- manna. Varnaraðili bendir á, að ýmis ákvæði megi finna í kjarasamningi banka- manna, sem komin séu úr sérkjarasamn- ingum aðildarfélaga B.S.R.B. og B.H.M., en samningurinn sé mun rýmri til túlkun- ar en hinir samningarnir. Þannig færist menn hraðar upp í launastiganu, einkum í neðri flokkunum og sama starfsheitið nái oft yfir 2—4 flokka og geti menn því flust á milli án þess að þess sjáist merki í samn- ingnum. Frá þessu kerfi hafi bankamenn ekki viljað hverfa til þrengri samnings- ákvæða, þar sem hver tilfærsla komi fram. Um 3% leiðréttinguna vegna ákvæðis í eldri samningi, segir varnaraðili, að það sé af og frá, að bankarnir hafi samið um það, að bankamenn skyldu hækka í launum um 3% umfram aðra. Samningurinn gildi frá 1. ágúst 1980 og féli ekki í sér „neina aftur- virkni". Sú túlkun að bankarnir hafi fallist á 3% launahækkun umfram aðra og það í teynd frá 1. júlí 1979, sé því alröng. Ummæli í þá veru gefi aðeins í skyn að samningar bankamanna hafi verið hærri en hjá sambærilegum starfsstéttum að þessu sinni og megi það lil sanns vegar færa. Aðþví er taki til 6% kröfunnar, segir varnaraðili. að kjarasamningur banka- manna sé heildarsamningur, sent falið hafi í sér um 7% launhækkun fyrir utan kaupaukann. I 8 neðri flokkunum séu um 2/3 félagsmanna sóknaraðila og beinn launaliður þeirra flokka hafi hækkað meir en 6%. 1 ef ri fiokkunum sé þorri manna í 3. launaþrepi og með meira en 12 ára starfsaldur í banka, þannig að nteð ltækk- un starfsaldurrsálags og orlofsframlags hafi laun þeirra hækkað um meiren 5% og sé þá kaupaukinn ekki talinn með. l.auna- hækkunin haft átt sér stað frá 1. ágúst 1980, en 6% launahækkun féiagsmanna B.H.M. frá 1. desember sama ár. Yfir samningstímann hafi því laun banka- manna í þessum flokkum hækkað tneiren hjá B.H.M. Meginatriði sé þó hitt að um heildarsamning sé að ræða og ekki sé hægt að hækka þessa flokka án þess að lækka hina. Vilji sóknaraðili auka hlut hærri flokkanna ntiðað við þá lægri sé það samn- ingarnál. Mál þetta snýst unt rétt til endurskoð- unar á launalið kjarasamningsins frá 15. desember 1980. Endurskoðunarréttur er byggður á samkomulagi um kjarasamn- inga félagsmanna í S.I.B. og bankanna frá 13. maí 1977. I 4.gr. 1 .mgr. samkomulags- ins segir, að í kjarasamningi skuli in.a. kveða á um föst laun og Ijölda launa- flokka. I 2.mgr. sömu gr. er ákvæði um 2ja ára samningstíma hið skemmsta. I tengsl- um við kjarasamninginn frá 15. desember 1980 var þessu ákvæði breytt þannig, að um gildistíma skyldi samið bverju sinni. Síðan segir, að óski annar hvor samnings- aðila, „að gefnu sérstöku tilefni, endur- skoðunar á launalið kjarasamnings á samningstímanum", þá skuli aðilar þegar í stað hefja viðræður. Náist ekki samkomu- lag skuli ágreiningsatriðum skotið til gerðardóms, „sbr. ákvæði 6. gr.“ sam- komulagsins. Slík endurskoðum skal ekki fára fram oftar en einu sinni á samnings- tímanum. Um úrskurð gerðardómsins segir í 6. gr. „Skal úrskurðurinn taka tillit til starfskjara og þróunar þeirra við sam- bærileg störf á vinnumarkaði almennt, hvort sem er hjá atvinnufyrirtækjum eða ríkisstofnunum, sveitarfélögum og stofn- unum þeirra." Við skýringu þessa ákvæðis ber að líta til þess að eftir samkomulaginu er meginhlutverk gerðardómsins að setja aðilum heildarkjarasamning takist ekki samningar um hann, enda séu báðir aðilar á það sáttir að leggja málið í gerð, sbr. 5. og 6. gr. Ætla verður því að viðmiðunin eins og hún er sett fram í ofangreindu samn- ingsákvæði eigi fyrst og fremst við úrskurð um heildarkjarasamning. Eðli málsins samkvæmt verður ekki tekið ntið af sömu atriðum í báðum þeim tilvikum, sem um ræðir, þ.e. við setningu heildarkjarasamn- ings og endurskoðun á einstökum kjaralið á samningstíma. Ekki er ætlandi, að fyrir aðilum hafi vakað að heildarendui skoðun starfskjara fari fram við úrlausn á endur- skoðunarmáli slíku sem hér um ræðir. Af framangreindu leiðir, að það er komið undir frjálsu mati gerðardómsins að ákvarða hvenær tilefni til endurskoðunar sé fýrir hendi, þó að teknu tilliti til loka málsliðar ö.gr. að því leyti, sem hann getur átt við. Ekki þykir leitt í ljós, að launabreytingar þær, sem áttu sér stað hjá aðalviðmiðunar- hópum félagsntanna sóknaraðila eftir gcrð kjarasamningsins frá 15. desentber 1980. þ.e. B.H.M. og B.S.R.B., séu það verulegar, að þær gefi sérstakt tilefni til almennrar hækkunará launastiganum. Er þá m.a. til þess litið, að launahækkanirnar voru að hluta til ákveðnar til samræmis við þá launahækkun, sem um var samið í heildarkjarasamningum, en samningar þessir voru niðurstaða úr samningalotu, sem lengi hafði staðið með óhjákvæmileg- um víxláhrifum milli samninga og kjara- ákvarðana. Einnigerlitiðtil niðurfellingar á 3% hækkun á launastiga hinn 1. júlí 1979, sent sóknaraðili telur að síðan hafi verið samið um leiðréttingu á og sem ekki skuli koma til álita við mat á hækkun launastigans. Áhrif þessa atriðis á gerð kjarasamningsins frá 15. desember verða ekki nægilega glöggt rakin til að á því verði byggt sérstaklega.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.