Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 31

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 31
Gerðardómsmálið 31 Hins vegar þykir mega líta til þess, að kjarasamningur aðilanna frá 15. deseni- ber 1980 var byggður á sjónarmiðum svo- nefndrar ,,launajöfnunarstefnu“. Má sjá það af framlögðum gögnum í málinu, að hlutfallshækkun hærri launaflokkanna er töluvert minni en þeirra lægri. A þetta einkum við um 9,—12. launaflokk. Eftir- farandi kjarasamningar og kjaraákvarð- anir hafa ekki byggt á þessari forsendu, heldur hafa launahækkanir gengið yfir allan launastigann. 9.—12. launafiokk skipa rúmlega 1/3 hluti bankamanna. Breyting á launum þessara starfsmanna hefir orðið með öðrum hætti en hjá við- miðunaraðilum og starfsmönnum í lægri launaílokkum sóknaraðila. Ennfremur virðast síðari ákvarðanir á kjörum banka- stjóra og fieiri yfirmanna í bönkunum hafa tekið mið af hinum breyttu forsend- um. Að þessu athuguðu þykir hælilegt að hækka grunnlaun frá og með 1. janúar 1981 um 2% í 9. launafiokki og 2,5% í 10,—12. launafiokki. Úrskurðarorð. Urskurðarorð: Grunnlaun samkvæmt 9. launafiokki í gr. 1.1.2 í kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna og samninganefndar bankanna f.h. bank- anna frá 15. desember 1980 skulu hækka um 2,0% frá og með 1. janúar 1981. Grunnlaun samkvæmt 10., 11. og 12. launafiokki greinds kjarasamnings skulu hækka um 2,5% frá og með 1. janúar 1981. Atli Hauksson sign. GuSmundur Jónsson sign. GuSmundur Skaftason sign. Sératkvæði Sveinbjarnar Hafliðasonar Fallast má í meginatriðum á niðurstöðu meirihluta gerðardómsins að öðru leyti en því, að rétt og eðlilegt þykir að taka til greina aðalkröfu sóknaraðila unt pró- sentuhækkanir á laun félagsmanna sókn- araðila, þ.e. 5,42% hækkun á hæstu launa- fiokka og síðan stighækkandi, allt sam- ræmi við útreikning sóknaraðila á málsskj. nr. 5 Sveinbjöm HafliSason sign. Sératkvæði Guðmundar Karls Jónssonar I samkomulagi um kjarasamninga félags- manna SIB er endurskoðun á launalið kjarasamnings bankamanna á sanmings- tímanum, heimiluð að gefnu sérstöku til- efni. Sé þetta sérstaka tilefni fyrir hendi skal úrskurðurinn taka tillit til starfskjara og þróunar þeirra við sambærileg störf á vinnumarkaði almennt, hvort sem er hjá atvinnufyrirtækjum eða ríki, ríkisstofnun- um, sveitafélögum og stofnunum þeirra. Þróun starfskjara bankamanna hefur undanfarin ár fylgt þróun starfskjara opinberra starfsmanna innan B.S.R.B. og B.H.M. það er því erfitt að bera starfskjör bankamanna og þróun þeirra saman við atvinnufyrirtæki á almennum vinnumark- aði nenta til lengri tíma sé litið. Það kemur fram í fréttabréfum Kjararannsóknar- nefndar að kaupmáttur opinberra starfs- manna þ.m.t. bankamanna hafi á árinu 1977, hækkað 10% umfram meðalhækk- un kaupmáttar kauptaxta í landinu á því ári. Sambærileg og hliðstæð störf við störf bankamanna er fyrst og fremst að finna meðal opinberra starfsmanna innan raða B.S.R.B. og B.H.B. enda er þróun kjara- samninga sambærilegust við þessa aðila. 15. desember 1980 er gerður kjara- samningur í verkfalli milli aðila þessa máls um verulega meiri kauphækkaniren kjara- samningur B.S.R.B. og fjármálaráðherra, sem gerður var fyrra á árinu, gerði ráð fyrir. A sama tíma og aðilar semja.er dóm- tekið í Kjaradómi kjaradómsmálið nr 22/ 1980 Bandalag háskólamanna gegn fjár- málaráðherra f.h. ríkissjóðs. I forsendum dóms sem upp er kveðinn 31. desember 1980 er vitnað til samninga bankamanna „sem fól í sér um 7% hækkun". I dómsorði Kjaradóms fær Bandalag háskólamanna 6% flata hækkun á launa- stiga eins og hann var í október 1980. í framhaldi af þessum dómi er samið við B.S.R.B. um hliðstæðar launahækkanir á ef ri flokka launastigans, jafnframt því sem samningstímabil er lengt. Ef litið er á launahækkanir þessara sam- ninga, hefur launasdgi SÍB í heild hækkað heldur meira en bæði launastigi B.H.M. og B.S.R.B., auk þess sem SÍB nær for- skoti á launahækkun fram til 1. ágúst 1980 en dómur Kjaradóms í máli BIH.M. gildir frá 1. des. 1980 og viðbótasamningur B.S.R.B. frá l.janúar 1981. Samkvæmt þessu verður ekki talið að sérstakt tilefni sé fyrir hendi að breyta launastiga bankamanna þó vera kunni að einhverju muni milli hæstu launa á launa- stiga SIB annars vegar og launastiga B.H.M. og B.S.R.B. hins vegar. Úrskurðarorð: Launastigi kjarasamnings bankamanna frá 15. desember 1980 verði óbreyttur. GuSmundur Karl Jónsson sign. Undirskriftir Skömmu áður en Bankablaðið fór í prent- un var skilað til skrifstofu SÍB undirskrift- arlistum, sem gengið hafa á vinnustöðum félagsmanna SIB undanfarnar vikur. Texti undirskriftarlistanna er sem hér segir: „Við undirritaðir félagsmenn í Sam- bandi íslenskra bankamanna óskum eftir því að samningaumleitanir SIB og bank- anna verði ekki látnar dragast á langinn. Einnig er ítrekað að nýr samningur verði látinn gilda frá þeim degi er síðasti samn- ingur rann út“. LTp]thaflega bárust listar undirritaðir af rúinlega 800 félagsmönnum SÍB, en for- vígismenn undirskriftarsöfnunarinnar segja að fleiri listar séu á leiðinni. Stjórn og samninganefnd SÍB vill þakka félagsmönnum fyrir þann stuðning, sem veittur er með þessum hætti og telja þessa undirskriftasöfnun mikilvægan vott um samstöðu félagsmanna í kjaradeilunni við bankana. Kjarasamningar SÉB gangur mala Timi •----------- Uppsögn kjarasamninga SlB med 3ja mánaða fyrirvara 2 mán. Sáttasemjari ríkisins tekur sjálfkrafa við deilunni óákv. Uppsögn kjarasaunninga tekur gildi 10 d. SlB boðar verkfall Sáttatillaga lögð fram Boðað verkfall á að hefjast. Sáttanefnd getur frestað verk- falli í 15 daga » Verkfall hefst eftir frestun ðákv. Seunningar takast um aðalkjarasamning Gildistimi kjarasamnings samkomulags- atriði hverju sinni.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.